Æskan

Árgangur

Æskan - 01.07.1971, Síða 18

Æskan - 01.07.1971, Síða 18
rið 1961 fór ég i ferðalag mcð raömmu og fórura við til Noregs og vorum ]>ar i einn mánuð. \'ið lögðum af stað að kvöldi 31. ágúst og koinum til Noregs klukkan 5:05 að morgni. .4 móti okkur tóku langamma min og afi. Við fórum með ]x’im heim til lieirra og dvöldumst þar til kvölds, en ]>á sótti pabbi okkur og dvöldumst við lijá boiuim allan timann, sem við vorum i Noregi. Morguninn eftir fór pabbi með okkur að járnbrautarstöðinni í útjaðri öslóar, en pabbi á beima i Asker i nágrenni Oslóar. Með járnbrautinni fórum við inn i Ostó og fórum við út ]>ar. Við skoðuðum okkur um og til dæmis skoðuðum við ráðhúsið, konungshöllina og margt fleira. Við fór- um i búðir og ]>egar við vorum búin að skoða borgina, fórum við niður að höfn. Þar voru mörg stór skip, meðal annars risastórt olíuskip frá Bandarikjunum. Svo voru ]>arna líka skemmtiskip, fiskiskip og dráttarbátar og margir smábátar. I’egar við vorurn búin að skoða höfnina og skipin, fórum við og fengum okkur að borða. Þegar við vorum l>úin að borða, fórum við að skoða járnbrautina og sporvagnana, en tókum okkur svo far með strætisvagni að skiðastökksbrautinni, sem heitir Holm- enkollen, og skoðuðum liana. Svo fórum við heim. Þegar heim kom, drukkum við, og svo fór ég og skoðaði mig um i nágrenni hússins. Meðal annars var ]>ar eplagarður, og fékk ég mér epli að borða. Svo kallaði ’mamma á mig og við borðuðum og fórum svo að borfa á sjónvarpið. Morguninn eftir vaknaði ég klukkan \_______________________________________________^ langa löngu bjuggu maður og kona i koti sinu. Þau áttu Þria sonu, og hét sá yngsti ivan. Þau voru hvorki fátæk né rík, en ' urðu vinna baki brotnu til þess að hafa ofan i sig að borða- Einn góðan veðurdag fréttist, að drekinn óttalegi værf komion ^ landið og væri líklegur til að drepa hvert mannsbarn. Maðurihn og konan urðu lafhrædd og lokuðu sig niðri í kjallaranum. En tveir elztu synirnir sögðu: — Verið þið óhrædd. Við skulum fara og vinna á drekanum óttalega. Hann ívan litli getur orðið hjá ykkur, svo að þið verði ekki ein. Hann er of ungur til að berjast við dreka hvort eð er. — Nei, ég vil ekki verða heima, sagði ívan. — Ég vil fara líka og berja við drekann. Svo varð það úr, að þeir fóru allir þrír. Þeir höfðu með sér nesti, söðlúðu hestana sina og héldu af stað. Eftir nokkra daga komu þeir í þorp. Þar var aðeins eitt hús eftir uppis<an andi. Drekinn hafði verið þarna og lagt þorpið i rústir. í þessu húsi, sem uppi stóð, var gömul kona, og hún hafði þá sögu a segja, að drekinn hefði verið þarna á ferð og drepið alla með því að spua á þá eldi. Eina manneskjan, sem eftir lifði, var hún sjálf. Bræðurnir gistu hjá gömlu konunni, og i býtið morguninn eftir héldu Þelt áfram ferðinni. Á þriðja degi komu þeir að brú, sem var á mærunum a Drekalandi. Og þarna í kring sáu þeir alls staðar eyðileggingar drekans. Bræðurnir fundu tóman kofa rétt við brúna og kom saman um að gista honum um nóttina. 18

x

Æskan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.