Æskan

Volume

Æskan - 01.07.1971, Page 26

Æskan - 01.07.1971, Page 26
INGIBJÖRG ÞORBERGS: TAL OG TÓNAR — Mig langar svo í sveit! Mörg borgarbörn hef ég heyrt segja þetta, en ekki hafa þau öll fengið ósk sína uppfyllta. Er þá nokkuð skritið, þótt þau spyrji eins og hún Sigga litla: — Guð! Er ekki gasalega dýrt að kaupa tyggjó handa öllum þessum beljum? Já, þannig spurði borgarbarnið, þegar það kom upp í sveit og sá alls staðar jórtrandi kýr. Þvi ber þó að fagna, að stór hópur borgarbarna er svo heppinn að kynnast sveitalífinu. Þar eignast þau trygga og góða vini — dýrin. Það er börnunum mikils virði að eiga holla vini eins og hann Blesa, Snata, Skjöldu, Loppu, Toppu — eða hvað þessir vinir nú heita. Tvo unga dugnaðarpilta, sem hafa haft þá heppni með sér að eignast slíka vini, hitti ég um daginn og spjallaði við þá. Þeir heita Gunnar Ingi og Guðmundur Viggó Guðmundssynir og eru 11 og 14 ára. Þeir eiga heima á Meistaravöllum 31 i Reykjavík. Gunnar og Viggó segjast vera mikið við búskap á sumrin, og ég veit að þeir eru duglegir að hjálpa afa sinum. Þeir þekkja flest sveitastörf og finnst þau skemmtileg. — Og hvaða krökkum þykir ekkl gaman í heyvinnu — og gaman að kindum og hestum? — Þeir hafa séð, þegar hestarnir eru járnaðir. — Já, og þá man Hér sjáum við strákana á hestbaki. Talið frá vinstri: Guðmundur Viggó Guðmundsson, Gunnar Ingi Guðmundsson og Páll isaksson. Eru hestarnir verið hafa ég, að hverju hann Kalli spurði mig einu sinni: jse'.tir í handjárn, eins og glæpamenn? — Nei, nei, sagði ég. — Þegar hestur er járnaður, er að setja skeifur undir hann. Þá er hann að fá nýja skó. Jæja, en það vita þeir Viggó og Gunnar ósköp vel. Þeir lika séð, þegar verið er að temja hesta. Og Gunnar segist alveg vera til i að temja. T. d. fór hann einu sinni á bak eldfjörugum hesti, sem reyndi hvað eftir annað að setja hann af sér, en Gunnar hélzt á baki. — Líklega yrði hann prýðis tamningarnaður- Og þegar ég spyr Gunnar, hvað honum þyki skemmtilegast | sambandi við sumarið, er hann ekki lengi að svara: — ?ara . útreiðartúra! Mér finnst svo gaman að hestum. — Og Vig9° svarar: — Mér finnst mjög gaman að útivist. T. d. bara göngefer um — já, og að fara í eggjaleit — og mér þykir gaman að kindum. og dýrum yfirleitt, og ég á kind, sem heitir Gulltoppa. — En þú, Gunnar? spyr ég. — Jájá, ég á kind. Hún týndist, en maður, sem heitir Sigva ' fann hana, og þá var hún auðvitað skírð Valdina! Já, og strákarnir hafa farið í eggjatöku. Þeir segja, að krian sé alltaf heldur frek — enda mesti dugnaðarfugl. Þeim fann hún svo ágeng, að ekki hefði veitt af að hafa hjálm á höfðinu, en þeir ógnuðu henni með priki. Litla frekjan hræddist það nokk uð, og lét sér nægja að rifast við prikið. Oft hafa þeir fundið hreiður, t. d. lóu-, spóa- og þrastahreiðun Ekki gengur eins mikið á þar og hjá kriunni. — En strákarnir taka heldur ekki þau egg. Þeir segjast reyna að koma ekkl nærri hreiðrunum til að fæla ekki fuglinn. — Og nú berst ta i að því, sem allur heimurinn óttast einna mest nú, — e"]° orði, sem ógnar öllu lífi á jörðinni okkar. Þeir vita strax, óva orð það er. — Já .. . MENGUN . . . Bæði Viggó og Gunnar óska, að landið okkar fái að vera í friði og óspillt, því að þeir erU móti öllu, sem mengar loftið og vatnið. Þeir vilja ekki hafa sjóinn fyrir ruslakistu, sem öllu er fleygt i — meira að segja eiturefnum. sem geta eytt öllu. — Nei, orðið mengun verður að hverfa. Sitthvað fleira spjöllum við um. Viggó og Gunnar kunna báðT á skautum og sakna þess að hafa ekki skautahöllina opna Ien9ur' Jaínvel þótt þeir færu ekki mjög oft, var gaman að geta skropP1 því að jafnvel á veturna er stundum lítið skautafæri í ReykjaVÍk' Þeim finnst líka gaman að smíða, — og gaman að horfa á spenn andi biómyndir. — Líka gaman að lesa, segir Gunnar. Hann Pa vinur þeirra, sem er með þeim hér á myndinni, safnar frimerkjurn og er mjög áhugasamur. Gunnar segist nú reyndar vera að safna útlendum peningum. — En það er bara svo erfitt, segir hann, maður fær svo sjaldan viðbót í safnið. Það er helzt ef maður finnur eitthvað. — Það er þokkalegt! segi ég. — Getið þið ekkl safnað e,n hverju, sem hægara er að fá? — Jújú, segir Viggó. — Við söfnuðum líka skeljum og límóurn þær á blað, skrifuðum hvað þær hétu og hvar við fundum Þ®r' Já, það er margt, sem ungir herrar geta gert sér til gagnS gamans. Ég þakka svo þeim bræðrum, Gunnari og Viggó, fyrir spjalil Og af því að það, sem þeim var efst í huga, voru hestar og vist, sendi ég ykkur lag við litla vísu úr „Vísnabók Æskunnar úti- eftir hann Kristján skáld frá Djúpalæk. — Það er vitanlega hesta- rétt visa, „Blesi rninn". — Lagið er svo einfalt, að þeir, sem erU að byrja að læra á píanó, geta spilað það. Og svo syngið P visuna — og farið kannski á hestbak ■ Engan glannaskap! Kær kveðja INGIBJÖRG. en . . . verið gsetin-

x

Æskan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.