Æskan

Volume

Æskan - 01.07.1971, Page 31

Æskan - 01.07.1971, Page 31
Ávöxtur góðmennskunnar „Pétur, myldu þennan lit.“ „Pétur, strengdu léreftið á rammann." „Pétur, hreinsaðu penslana." „Pétur, náðu í vindil fyrir mig.“ — Þannig leið dagurinn í vinnustofu Delacroix, hins fræga, franska málara, þar sem meistarinn sjálfur og nemendur Spánverjar kalla Mára, frá Afríku og lögðu landið undir sig. Þeir réðu yfir suðurhluta skagans í margar aldir. Már- ar voru miklir byggingamenn og snjallir að veita vatni á landið. í borgunum Cordóba og Granada eru margar fagrar byggingar frá þeim tímum. Nafnkennd- ust er Alhambrahöllin ásamt Ijónagarð- inum i Granada. Skólaskylda er ekki á Spáni vegna skorts á skólahúsnæði. Menntun margra Spánverja er þó góð, enda 12 háskólar í landinu og 1 á Kanaríeyjum, sem tilheyra Spáni. Spánverjar eru kaþólsk- ir. Spænska myntin nefnist pesetar og eru þvi sem næst 166 pesetar í einu brezku pundi jum 210 ísl. kr.). Karl og kona i spönskum þjóðbúning' um, en þeir þykja einkar glæsilegir. hans unnu kappsamlega. Pétur var not- að.r til allra verka. Hann var ánægður með starf sitt — ekki vegna þess, að hann hefði áhuga á myndlist, heldur vegna launanna, sem hann fékk, dálítið kaup og ríkuleg ómakslaun frá hinum u igu, kátu listamönnum. Pétur hafði nefnilega þörf fyrir pen- inga. Takmarkið var að safna svo miklu, að hann gæti greitt sitt eigið kennara- nám. Hann langaði að verða kennari einhvern tíma, en þar sem foreldrar hans voru efnalitlir, átti það langt í land, jafnvel þótt hann sparaði næstum hvern eyri, sem hann vann sér inn. Samt sem áður var hann ekki nízkur. Hann var góður í sér og gat varla gengið fram hjá betlara án þess að gefa hon- um eitthvað. Einn daginn, er hann kom aftur á vinnustofuna úr sendiferð, sem hafði geíið honum dágóðar tekjur, sá hann að Delacroix hafði fengið nýja fyrir- sætu, gamall maður, klæddur lörfum, með kvistótt prik í hendi hafði tekið sér þar sæti á stól. Pétur leit til hans — meistarinn hafði sem snöggvast brugðið sér frá — og sá gamli sat þarna aleinn og vesældarlegur á svip. Drengurinn fann til með manninum. Lík- lega var fyrirsætan betlari frá Paris. Án þess að segja orð, en með vingjarn- legu brosi, lagði Pétur pening í hatt hans og fór siðan inn i bakherbergið til að mylja lit. Andartaki síðar heyrði hann Delacroix koma og nam óljóst, að meistarinn og fyrirsætan skiptust á nokkrum orðum meðan sá fyrrnefndl málaði uppkast að næstu mynd sinni. Honum fannst þeir einnig hlæja, en lagði sig ekkert fram við að heyra það. Stuttu síðar fór fyrirsætan, og Delacroix kallaði á Pétur. „Heyrðu, drengur minn,“ sagði hann með uppgerðar hörku, „hvað hefur þú nú gert? Þú hefur gefið nýju fyrirsæt- unni minni ölmusu." „Já,“ svaraði Ptur undrandi, „það hef ég gert.“ „En veiztu ekki, hver hann er?“ þrumaði málarinn. „Nei, líklega betlari." Með vingjarnlegu brosi lagði Pétur pen- ing í hatt hans ... „Bellari! Þetta er ríkasti maður Frakk- lands, James Rotschild barón! Ég snæddi með honum miðdegisverð í gær, og þá datt mér í hug, að andlit hans hæfði einmitt betlaraásjónunni á nýju myndinni minni. Baróninn kom aðeins við til að sitja fyrir — með rifna skikkju yfir herðarnar. Og honum hefur þú gef- ið ölmusu!" Pétri brá í brún. „Það — það gat ég ekki vitað," taut- aði hann. „Jæja, jæja,“ sagði Delacroix, ,,þú gerðir þetta í góðri meiningu. Baróninn mun áreiðanlega fyrirgefa þér.“ Skyndilega var Pétur ekki lengur glaður. Hugsa sér, að móðga hinn mikla Rotschild! Og þegar hann dag- inn eftir fékk bréf frá fjármálamannin- um, fóru ónot um hann. Hann opnaðl það með hræðslutilfinningu. — Slðan hrópaði hann upp yfir sig. I bréfinu stóð aðeins: „Kæri vinur, miskunnsemi gefur af sér vexti. Þú mátt sækja 10.000 gull- franka á skrifstofu mína." Og þannig hlaut Pétur fé til að fara í Kennaraskólann, eins og hafm þráði, — þökk sé hinum góðhjartaða Rdt- schild baróni.

x

Æskan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.