Æskan

Volume

Æskan - 01.07.1971, Page 34

Æskan - 01.07.1971, Page 34
ARKIMEDES (um 285-212 f. Krist) Hvers vegna er hann oft nefndur einn fyrsti „sanni" vísindamaðurinn? Þáttur þessi hefst á frásögn af einu örlagaríkasta baði, sem nokkur maður hefur farið í á ævinni. Sagan hermir nefnilega frá þvi, að fyrir rúmum tvö þúsund árum í forn- grísku borginni Sýrakúsu hafi vísindamaðurinn Arkimedes, uppfinningamaður og ráðgjafi við hirð Hierons konungs, gert eina markverðustu uppgötvun sína í baði. Sagan segir, að dag nokkurn, þegar hann kom í hið opinbera baðhús °g varð þess var, þegar hann fór ofan í vatnið, að það hækkaði, hafi allt í einu runnið upp fyrir honum Ijós. Hann vafði um sig handklæði og hljóp þannig af stað heimleiðis og hrópaði „Eureka! Eureka! — Ég hef fundið það!“ Konungurinn hafði falið honum að koma upp um svik- semi hirð-gullsmiðsins. En konungurinn hafði hann grunað- an um að stela undan af því gulli, sem honum var fengið í hendur til þess að smíða úr kórónu, og nota silfur saman við, en það var margfalt ódýrara. Arkimedes vissi auðvitað' að málmar eru mismunandi þungir. .Hann hefði þvf getað látið bræða kórónuna upp, gert úr henni tening og vegið hana síðan til samanburðar við jafnstóran gulltening- þar með væri líka kórónan eyðilögð. Hann varð því finna upp eitthvert annað ráð. Sagan segir, að hann hafi einmitt verið að fást við þetta vandamál, þegar hann k°,rl í baðhúsið þennan dag. Þegar hann settist ofan í baðkerið og sá, að vatnið hækkaði, varð honum allt í einu Ijóst, að það sem gerðist, var, að líkami hans ruddi frá sér ákveðnu vatnsmagni. Á augabragði sá hann fyrir sér, hvilíka mögO" leika þessi uppgötvun veitti honum. Hann hljóp þvi straX heim og hóf að gera tilraunir. Hugsun hans var sú, að jafnstórir líkamir myndu ryðja frá sér jafnmiklu vatnsmagni- Væri hins vegar gengið út frá vigt, þá væri auðvitað gutt' Nýtízku útfærsla á Arkimedesaf' skrúfu, korn flutt í geymslu- Samkvæmt þjóðsögunni „húkkaði" yifl' vél Arkimedesar rómversku herskip,n við umsátur þeirra um Sýrakúsu. 34

x

Æskan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.