Æskan

Árgangur

Æskan - 01.07.1971, Síða 42

Æskan - 01.07.1971, Síða 42
Kemst hann yfir? Viðbragð i 100 m hlaupi. i julimánuði verður Landsmót UMFÍ haldið að Sauðárkróki, en um leið verður þess minnzt, að 100 ár eru liðin frá því að Sauðárkrókur fékk kaupstaðarréttindi. Óhætt er að fullyrða, að til Sauðárkróks muni koma mörg þúsund manns til að taka þátt í þessum tvöföldu hátíðahöldum. Landsmótin eru sérstaklega skemmtileg — þar safnast saman allt bezta íþróttafólkið utan Reykjavíkur til keppni í hinum ólik- legustu greinum almennra íþrótta og starfs- íþrótta. Mannlífið á þessum samkomum er ákaflega litríkt, og það er einmitt við slík tækifæri, sem gaman er að taka myndir. Myndirnar hér á síðunni eru teknar á lands- mótinu að Eiðum fyrir fjórum árum. Örmagna eftir harða kepPnl ÍÞRÓTTAMAÐUR ARSINS Lesendur Æskunnar kusu Er- lend Valdimarsson iþróttamann ársins 1970. Hann vann það frá- bæra afrek á árinu að kasta kringlu 60.06 m. Með þessu afreki sinu, sem er auðvitað ís- landsmet, skipar hann sér með- al beztu kringlukastara heims- ins. Erlendur er aðeins 22 ára gamall og keppir fyrir íþrótta- félag Reykjavíkur. Hann hefur æft mjög vel í vetur, því hann ætlar enn að bæta afrek sin í sumar. Vaent- anlega mun hann keppa fyrir íslands hönd á Evrópumeistara- mótinu i Helsingfors í ágúst. Æskan óskar honum til ham- ingju með árangurinn og óskar honum góðs gengis á Iþrótta- vellinum í framtíðinni. 42

x

Æskan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.