Skírnir - 01.01.1926, Side 11
Skírnir tíræður.
Eptir Arna Pálsson.
Nú hefir Skírnir lifað fyrstu öldina. Þess eru fá dæmí
um samskonar rit, að þau nái svo háum aldri, enda mun
hann nú elztur allra tímarita á Norðurlöndum. Hann hefir
slitið barnsskónum og stendur nú svo föstum fótum, að
hann getur horft rólega fram á þá öld, sem nú rennur upp.
Að minnsta kosti ættu ekki barnasjúkdómar að verða hon-
um að fjörlesti úr þessu. —
í 4. gr. hinna elztu laga Bókmenntafjelagsins var ákveð-
ið, að fjelagið skyldi eigi láta prenta neitt »það ritsafn, er
framhaldið verður árlega, nema stutt frjettablöð, er inni-
halda eiga þær helztu nýjungar viðvíkjandi landsstjórn,
merkisatburðum, búskap, kauphöndlan og bókaskript, bæði
innan lands og utan; þó skal enga íslenzka bók lofa nje
lasta, heldur aðeins í stuttu máli drepa á hennar inntak,
en vel þykir tilfallið að segja meiningu sína um bækur á
öðrum tungum, senr almenningur á íslandi getur síður dæmt
um sjálfur.« Rit það, sem hjer er gert ráð fyrir, hóf göngu
sína 1817 og nefndist »íslenzk sagna-blöð.« Varð það
brátt mjög vinsælt og kom út í næstu 10 ár (til 1826). En
á fundi Kaupmannahafnardeildarinnar 3. apríl 1827 var sam-
þykkt, að tímaritið skyldi framvegis gefið út í áttablaða-
broti, — Sagnablöðin höfðu verið í fjögurrablaðabroti, —
og um leið var því gefið nýtt nafn og nefnt Skírnir.
Skírnir hefir því í raun og veru tíu um tírætt, þó að liann
bæri annað nafn hinn fyrsta áratug ævi sinnar.
Saga Skírnis hefir verið rakin allrækilega í minningar-
ritum Bókmenntafjelagsins, en þó mun þykja tilhlýðilegt, að
drepið sje á nokkur höfuðatriði hennar hjer við þetta tækifæri.
l