Skírnir - 01.01.1926, Side 12
2
Skirnir tíræður.
| Skirnir
Finnur Magnússon hafði jafnan ritað hinar útlendu
frjettir í Sagnablöðin, enda varð hann hinn fyrsti ritstjóri
Skírnis. Þá var sú nýlunda tekin upp að láta ritið flytja
skrá yfir helztu bækur, sem komið höfðu út á árinu, eink-
um þó í Danmörku, og var því haldið fram lengi síðan.
Á hinum fyrstu árum Skírnis var stundum skýrt frá efni
sumra bókanna og dæmt um þær. Lítur út fyrir að sum-
um hafi leikið hugur á, að fjelagið gerði meira að því að
leiðbeina landsmönnum um bókmenntaleg efni, því að 1838
ber Jón Sigurðsson, síðar forseti fjelagsins og alþingis,
fram tillögu um að fjelagið skyldi árlega gefa út frjetta-
blöð, sem nr. a. áttu að fræða ahnenning urn »bókaskript,
bæði innan lands og utan.« Kaupmannahafnardeildin sam-
samþykkti tillögu þessa, en Reykjavíkurdeildin brást reið
við þessu nýrnæli og ritaði Kaupmannahafnardeildinni skorin-
ort brjef, sem lýsir ágætlega aldarandanum á íslandi um
þær mundir. Það var fyrirætlunin urn að gagnrýna íslenzk-
ar bækur, sem deildinni stóð einkurn stuggur af, því að
»viðkonú ritið lærðum málefnum, geta lærðir menn á ís-
landi nær sanni sjeð, hvað mikið er i ritgerðina varið, og
sje hún alþýðleg, þá mega greindir og reyndir menn, þó
ei hafi til bókmennta verið settir, gera sjer nokkurn veg-
inn rjetta hugmynd um verð bókarinnar.« «Allir vita, hvað
rithöfundar eru hörundssárir, og ritdómendur opt meinsam-
ir í sinum aðfinningum . . . og ekki hafa bókadómar Fj ölnis
aukið vinsæld hans hjer á landi. Vjer óttumst því bæði
óeirð og kala fjelaginu búinn, tæki það fyrir sig að útgefa
bókadóma.« »Þetta álit höfum vjer undirskrifaðir á 4. § í
Bókmenntafjelagsins lögum, eins og vjer líka höfum þá
meiningu, að þegar nærri engin bók er nú skrifuð á íslenzka
tungu, sje ekki vert að draga þær fáu í svip fyrir dómstól-
inn, sem eptir voru ástandi getur trauðlega orðið uppörv-
un til þess háttar viðburða. Það er mátulegt, að þeim sje
leyft að kveðja lífsins skoðunarpláss, sem eru svo áræðn-
ir að láta eitthvað prenta, því að það er reglan, að eptir
dauðann komi dómurinn.« Með slíkum rökum kvað Reykja-
víkurdeildin tillöguna niður, enda flutti S k í r n i r aldrei