Skírnir - 01.01.1926, Side 13
Skírnir]
Skfrnir tíræður.
3
dóma um íslenzkar bækur fyr en 1905, er ritinu var ger-
breytt.
Auk hinna útlendu tíðinda og bókaskrárinnar flutti
Skírnir upphaflega »fylgiskjöl frá ýmsum höfundum« og
voru það mestmegnis erfiljóð og grafskriptir, sem þá voru
alltaf á boðstólum, þótt fátt væri um önnur föng. Þó birt-
ist þar stundum annar kveðskapur, og sum ágætiskvæði
Bjarna Thorarensens voru fyrst prentuð í Skírni, t. d.
Veturinn, erfiljóð eftir Gísla Brynjólfsson, ísleif Einarsson
°- fl. Þar að auki flutti Skírnir ýmislegt smávegis, aug-
lýsingar, áskoranir og því um líkt, en áður en langt um leið
voru öll þessi »fylgiskjöl« felld úr ritinu. Hinsvegar voru
skýrslur ogreikningar f jelagsins prentaðar ásamt Skírni
um langt skeið. Þó var venjulega haft sjerstakt blaðsíðu-
tal á þeim frá því 1840. Árið 1859 voru skýrslurnar skild-
ar frá Skírni og komu þær síðan út í sjerstöku hepti þangað
til 1889, en síðan hafa þær aftur verið látnar fylgja Skírni.
Skírnir hafði erft vinsældir Sagnablaðanna og
fór hann vel með þann arf. Það mun ekki ofinælt, að
tæpast hefir nokkuð rit veraldlegs efnis verið vinsælla hjer
á landi en Skírnir var hina fyrstu áratugi eftir að hann
hóf göngu sína. Menn biðu með óþreyju vorskipanna, sem
fluttu hinn margfróða gest, enda kunni hann oft vel frá
tíðindum að segja. Að vísu voru ekki ailir árgangarnir
jafngóðir og nokkuð misjafnlega vandað til ritsins, en þó
má með sanni segja, að nálega allir ritstjórarnir voru hæfi-
leikamenn, ritfærir vel, greinagóðir og áhugasamir um að
leysa starf sitt sem bezt af hendi.
Þó tekur að bóla á nokkurri óánægju með Skírni
þegar stundir líða fram. Árið 1861 samþykkti Reykjavík-
urdeildin að rita deildinni í Höfn og skora á hana að fella
eftirleiðis frjettabálkinn úr Skírni að öllu leyti, en hafa i
þess stað »að eins lista yfir helztu útkomnar bækur á Norð-
urlöndum, lista yfir meðlimi fjelagsins og ársreikninga beggja
deilda.« Rökstyður deildin þessa tillögu á þá leið, að frjetta-
bálkurinn hafi þá ekki neina verulega þýðingu i saman-
burði við það, sem áður hafi verið, því að samgöngur milli
1*