Skírnir - 01.01.1926, Side 14
4
Skirnir tíræður.
[Skimir
íslands og annara landa sjeu þá orðnar miklu greiðari og
þar að auki sjeu til innlend frjettablöð, sem komi út á hálfs-
mánaðar fresti, og hljóti því Skírni að verða aftur úr
með frjettirnar. En ekki vildi Kaupmannahafnardeildin sinna
þessari áskorun. Skírni var enn haldið í sama horfinu
um langan aldur og naut hann góðra vinsælda, þó að vit-
anlega ætti nú hann ekki svo brýnt erindi við landsmenn
sem á hinum fyrstu árum eptir að hann var stofnaður. —
Það var svo sem auðvitað, að Skírnir, sem var ætl-
að það hlutverk að vera einskonar fulltrúi Evrópu á hinu
fáskrúðuga bókmenntaþingi íslendinga, var frá upphafi gef-
inn út í Kaupmannahöfn og hjelzt það fram til 1890. Þá
var hann fluttur heim, og var það eins konar fyrirboði þess,.
sem síðar gerðist um heimflutning Hafnardeildarinnar og
stóð einnig í beinu sambandi við það mál. Lengi framan
af hafði Hafnardeildin verið einvöld um allar framkvæmdir
fjelagsins, enda hafði Reykjavíkurdeildin látið sjer það vel
lynda og jafnvel gert þá ákvörðun 1842, að öll tillög frá
íslandi, nema úr Sunnlendingafjórðungi, skyldu renna til
Hafnardeildar. En er fram liðu stundir og menntalíf
tók nokkuð að aukast í Reykjavík undu menn því miður,.
að Hafnardeildin hefði öll völd í fjelaginu. Fyrsta tilraun
til þess að breyta afstöðu deildanna mun hafa verið gerð
1872, er Reykjavíkurdeildin samþykkti ýmsar breytingar á
fjelagslögunum og vildi m. a. taka að sjer útgáfu Skírnis
og Frjetta frá íslandi. Deildin vann þó ekkert á að
því sinni, en síðar liófust langvinnar og allsnarpar deilur
milli deildanna (1883—1889), sem lyktuðu á þá leið, að
Reykjavíkurdeildin fjekk umráð yfir öllum tekjum fjelags-
ins hjer á landi, en tók jafnframt að sjer útgáfu Skírnis
og Skýrslna og reikninga.
Skírnir breyttist ekki að neinu, hvorki að formi nje efni,
við heimflutninginn, nema hvað Frjettirfrá íslandi voru
sameinaðar honum árið 1892. Þær höfðu að eins einu sinni
áður verið prentaðar ásamt Skírni, árið 1870. En brátt tók
að magnast sú óánægja með ritið, sem stundum hafði gert
vart við sig áður. Á fundi Hafnardeildarinnar 2. maí 1896-