Skírnir - 01.01.1926, Side 15
Skirnir]
Skímir tíræður.
5
var samþykkt ályktun um, að fjelagið hætti að gefa út
Skirni og Frjettir frá íslandi. Ekki vildi Reykja-
víkurdeildin sinna þessari tillögu, en Hafnardeildin tók þó
málið til meðferðar enn á ný og samþykkti á fundi 8. maí
1897 tillögu um að senda í samráði við forseta Reykja-
víkurdeildarinnar eyðublöð til allra fjelagsmanna með fyrir-
spurn um það, hvort þeir vildu að haldið yrði áfram að
gefa út Skírni. Þessi tillaga var rædd á fundi Reykja-
víkurdeildarinnar 8. júlí 1897, og voru þar mjög skiptar
skoðanir úin Skírni sjálfan, en enginn vildi fella niður
Frjettir frá íslandi. Samþykkt var að lokum með
litlum atkvæðamun að leita álits fjelagsmanna um, hvort
þeir vildu að hætt yrði að rita hinar útlendu frjettir í
Skírni. Hitt var fellt með öllum þorra atkvæða, að láta
þessa fyrirspurn einnig ná til Frjetta frá íslandi. Fyrirspurn-
inni svöruðu að eins 166 fjelagsmenn og voru nálega jafn-
margir með og móti. Stjórn Reykjavíkurdeildarinnar lýsti
þá yfir því á fundi 21. marz 1898, að hún gæti ekki verið
meðmælt því, að hinar útlendu frjettir í Skírni hyrfu úr
sögunni.
Þegar hjer var komið hafði Reykjavíkurdeildin um all-
langt skeið gefið út ársrit, sem nefndist Tímarit hins ís-
lenzka Bókmenntafjelags. Það rit hljóp af stokkunum árið
1880. Hafði dr. Grimur Thomsen borið upp þá tillögu á
fundi Reykjavíkurdeildar 8. júlí 1879, að fjelagið tæki að
gefa út ritsafn, er líktist Lærdómslistafjelagsritunum og væri
»eins konar magasín.« Þetta varð að ráði og voru ritinu
ætluð mörg og viðfangsmikil verkefni. Það átti að birta
ritgerðir »sögulegs efnis, einkum að því er snertir sögu ís-
lands og þá sjerstaklega kúltúrsögu þess,« og ennfremur
skyldi það fjalla um búfræði, náttúruvisindi, læknisfræði og
bókmenntir. Þá skyldi það og flytja ævisögur merkra ís-
lendinga, einkum látinna, tíðindi um nýjar uppgötvanir og
kvæði, bæði forn og ný. Ritið skyldi aldrei vera minna
en 12 arkir á ári og aldrei fara fram úr 20—25 örkum.
Tímaritið kom fyrst út í heptum, en síðar var það gefið
út í einu bindi árlega. Það kom út í 25 ár (til 1904) cg