Skírnir - 01.01.1926, Blaðsíða 18
8
Skirnir tiræður.
[Skímir
eða skýrslur um merkileg útlend ritverk o. s. frv. Myndir
skyldu og vera í tímaritinu og mátti verja til þeirra nokk-
urri fjárhæð árlega.
Hafnardeildin þóttist hafa verið borin ráðum í þessu
máli, og varð nokkur fæð með deildunum út af því. En
þó kom það brátt í ljós, að þessi ráðstöfun varð fjelaginu
til mikillar eflingar og hagsbóta. Á árunum 1866—1888
höfðu jafnan verið 700—800 fjelagar í Bókmenntafjelaginu;
flestir urðu þeir 1885 (h. u. b. 860). En eftir 1888 tekur
þeim tnjög að fækka og 1898 voru þeir ekki fleiri en rúml.
500. Sú fjelagatala hjelzt nálega óbreytt til 1905. En þá
tekur hún mjög að aukast og má heita að aðstreymi sje
að fjelaginu á hinum næstu árum. Árið 1911 er fjelaga-
talan komin upp í 900, árið 1916, á hundrað ára afmæli
fjelagsins, voru fjelagar 1170, en 1926 eru þeir h. u. b.
1700. Að visu hefir fjelagið á þessum árum haft á boð-
stólum ýmis rit, sem \rafalaust hafa laðað menn til inngöngu,
eins og t. d. íslands lýsingu Þorvalds Thoroddsens, Þjóð-
lög sjera Bjarna Þorsteinssonar og íslenzka annála. En
þó mun mega fullyrða, að Skírnir hafi eflt vinsældir fje-
lagsins meir en nokkurt annað rit á þessu tímabili. Marg-
ir höfðu gerzt kaupendur hans sjerstaklega á fyrstu árunum
eptir að honum var breytt, en er mönnum varð ljóst, hvað
litlu munaði að greiða ársgjaldið fyrir Skírni og ársgjald-
ið til fjelagsins, þá tóku flestir þann kost að gerast fje-
lagsmennn.
Frá 1905 til 1920 kom Skírnir alltaf út í 4 heptum
á ári, nema árin 1910, 1911, 1915 og 1919. Þá var hann
gefinn út í 3 heptum. Níu fyrstu árin (1905—1913) var
hann jafnan 24 arkir að stærð, en þá var hann aukinn og
á árunum 1914—1916 er hann 28 arkir. En nú tók sum-
um að þykja nóg um útgáfukostnaðinn. Endurskoðendur
fjelagsins höfðu þegar á aðalfundi 1912 vítt það, hve miklu
fje væri varið til Skírnis og 1915 ljetu þeir enn hina
sömu óánægju í ljós, enda þótti þá mörgum Skírnir tefja
helzt til mikið fyrir öðrum framkvæmdum fjelagsins. Þó
voru hinir fleiri, er þótti viðsjárvert að þrengja að hinu