Skírnir - 01.01.1926, Síða 20
10
Skírnir tíræður.
|Skírnir
En þó leizt Rask ekki á blikuna. Fátækt þjóðarinnar var
óskapleg, — örbirgð íslendinga fyrir og eftir aldamótin
1800 var svo ægileg og vonlaus, að slíks munu vart dæmi
um nokkurt annað þjóðfjelag hvítra manna, nema Græn-
lendinga hina fornu eptir að siglingar til landsins höfðu
hætt, enda hurfu þeir úr sögunni. Á 18. öld hafði hagur
íslendinga farið hríðversnandi, enda týndu þeir drjúgum
tölunni. Árið 1703 var íbúatalan hjer á landi 50444, 1787
38667, en 1801 47207. Þjóðin barðist við dauðann. Þegar
nokkuð var komið fram yfir aldamótin 1800 mátti heita að öll
bókaútgáfa væri fallin niður á landi hjer. Magnús Stephensen
var þá farin að mæðast og þreytast eftir langvinnt og van-
þakklátt strit og Landsuppfræðingarfjelagið var í andarslitr-
unum. í boðsbrjefi sínu til íslendinga og íslands vina í Kaup-
mannahöfn, dags. 1. jan. 1816, kemst Rask svo að orði, að þá
sje »öll bókaskrift á íslenzku og prentun nærri undir lok liðin,
og málið víða farið að spillast, en helzt hjá lærðum mönnum,
þó skömm sje til að vita. Það er annars nógu náttúrlegt,
þar varla er nokkur sú menntagrein, í hverri maður af ís-
lenzkum bókum geti lagt sjer góðan grundvöll, fengið nóga
almenna útsjón, auk heldur gengið víðar; venjast Frónskir
frá blautu barnsbeini við útlenzkt mál, og íslenzkir týna
niður íslenzku, en almúginn, sem sjálfur er útilokaður frá
annara þjóða bókaskrift, fær litla uppbyggingu af þessum
lærdómi, sem honum er óskiljanlegur. Ef þetta viðgengst
mun þjóðin, þó hún sje nógu lítil, óumflýjanlega tvískiftast
og mun annar parturinn taka upp smásaman annað mál
og aðra siðu; fyrirlíta allskostar hinn og þykja hann klúr
og búralegur; þá mun líka útgjört um hennar framfarir í
andlegum efnum.« í sama brjefinu kemst Rask ennfremur
svo að orði: »íslenzka er lika það einasta eða þó helzta
meðal til þess að viðhalda og útbreiða lærdóm og þekk-
ingu, bæta búskap, innleiða forbetranir og yfirhöfuð auka
farsæld þjóðarinnar, því með engu öðru geta menn frætt
almenning þar; því vildu menn innleiða annað mál, þá
mundu líða margar aldir áður það yrði almenningi vel