Skírnir - 01.01.1926, Side 21
Skirnir]
Skimir tiræður.
11
skiljanlegt, og þá væri líklega farið hennar1) lestrarlyst og
álit hjá öðrum þjóðum. Norrænunnar viðhald og bókaskrift
þar í er því eitt það mest-væga efni, sem íslenzkur föður-
landsvinur getur íhugað.«
Aldrei hefir nokkur maður, hvorki útlendur nje inn-
lendur, lagt betur til íslenzkra mála en Rasks með þess-
um orðum, enda flugu þau ekki gagnslaus út í veður og
vind. Að vísu megum vjer játa með kinnroða, að langt
er frá því, að vjer höfum fylgt stefnuskrá Rasks svo fast
og afdráttarlaust sem föng hafa verið til. Enn þá er mál vor
opt illa útleikið, — »helzt af lærðum mönnum, þótt skömm
sje til að vita.« Enn þá eru skólar landsins troðfullir af út-
lendum kennslubókum, þó að oss hefði verið innan handar
að afstýra þeim ófögnuði fyrir löngu. Og vanrækslusynd-
ir vorar um það að sjá íslenzkri alþýðu fyrir hollri og kjarn-
góðri andlegri fæðu eru meiri og fleiri en vera skyldi. En
þó hafa íslenzkar bókmenntir eflzt svo og blómgazt á þeirri
öld, sem liðin er síðan Rask stofnaði Bókmenntafjelagið,.
að undrun • sætir. Það er að líkindum eitt hið merkilegasta
atriði í sögu íslendinga síðan ritöld hinni fornu lauk, að
islenzk alþýða hefir ásamt embættismönnum sínum haldið
uppi um rúma öld fræðifjelagi, sem alltaf hefir haft vísinda-
leg verkefni með höndum öðrum þræði. Rask sá þá vá
fyrir dyrum, að íslenzka þjóðin tvískiptist í útlenda yfirstjett
og innlendan skríl. Nú er þeiin háska afstýrt, væntanlega
til fulls, Þó að vjer förum margs á mis, erum vjer lausir
við það hið mikla inein nálega allra menntaþjóða, að menn-
ing þeirra er yfirstjetta-menning, sem veitir afarörðugt að
festa rætur meðal ahnúgans. Hjer á landi hefir alþýðan
jafnan átt drjúgan þátt i hinu andlega menningarstarfi, bæði
beinlínis og óbeinlínis, en þó aldrei í svo ríkum mæli sem
á síðastliðnum hundrað árum. Starfsemi Bókmenntafjelags
ins er ólyginn vottur um það.
Skírni var frá upphafi ætlað það hlutverk að fu
nægja andlegum þörfum og vekja menntafýsn íslenzkrar
1) Þ. e. þjóðarinnar.