Skírnir - 01.01.1926, Qupperneq 24
14
Húsakynni á Norðurlöndum.
[Skírnir
reyndi að breyta um, byggja úr nýju efni með nýju sniði
og taka upp ýmsa nýja lifnaðarháttu. Fyrirmyndin var þá
allajafna kaupstaðahúsin, sem allir þektu, en þau voru aft-
ur misjafnar eftirlíkingar af kaupstaðahúsum erlendis, eink-
um í Noregi. Var ekki að undra, þó slíkt ætti ekki alls-
kostar við í íslenzkum sveitum.
Þó það væri gott og blessað, að sjá gallana á gömlu
húsunum og að eiga kost á betri byggingarefnum en áður,
þá vorum vér illa undir það búnir að taka á móti þess-
ari framfaraöldu. Alþýðan kunni að byggja eftir gamalli
tizku, en réð alls ekki við þau viðfangsefni, sem fylgdu
því að byggja þessi nýtízku hús, enda var þess engin von.
Verra var hitt, að vér áttum enga húsagerðarfræðinga,
menn, sem hefðu víðtæka þekkingu og þroskaðan smekk
á þessum efnum og gætu leiðbeint fólkinu. Það er sitt
hvað, að vera góður trésmiður og að vera húsameistari.
Jafnvel húsameistarapróf er engin trygging fyrir því, að
geta rutt nýjar brautir á viturlegan hátt. Til þess þarf að
fara saman þekking á húsagerð, högum, þörfum og hugs-
unarhætti alþýðu og meofæddar gáfur og lista-
s m e k k u r brautryðjandans. Það þarf sjerstakt lán til
þess, að svo fámenn þjóð eignist framúrskarandi mann á
þessu sviði.
Það hefir farið fyrir oss eins og við var að búast, að
nýju steinhúsin í kauptúnum og sveitum eru víða ljót og
leið, með ljótu útliti, óhentugu og ljótu skipulagi og þar á
ofan illa bygð. Það liggur við, að svo sé um heil hverfi í
Reykjavík. Allt þetta er þjóðarólán, því mörg húsin standa
lengi, ef til vill öldum saman, eins og minnisvarði yfir fá-
fræði manna og smekkleysi. Illa orkt vísa gleymist fljótt,
ljóta mynd má brenna, en menn hika við að rífa sterk og
dýr hús, þó að stórgölluð séu. Þess vegna sagði vitringur-
inn Goethe: »Vitleysur mega menn gera, en þeir mega
ekki byggja þær!«
Það ættu að vera lög, að enginn megi byggja hús úr
varanlegu efni, nema húsameistari telji það viðunandi að
allri gerð.