Skírnir - 01.01.1926, Side 25
Skírnir]
Húsakynni á Norðurlöndum.
15
Vér þurfum að komast sem fyrst af þessu gelgjuskeiði,
og til þess þurfa bæði byggingafróðir menn að láta sitt ljós
skína, hvort sem það er mikið eða lítið, og þekking alþýðu
og smekkvísi að aukast svo sem auðið er.
Mér hefir fundist það nokkur leiðbeining, til þess að
hugsa um þetta mál allt, að vita nokkur deili á híbýlahátt-
um Norðurlandabúa að fornu og nýju. Eg hefi því reynt
að gefa nokkra hugmynd um þá í eftirfarandi línum, en til
þess að það yrði ekki of langt mál, hefi eg aðeins minst
á Svíþjóð og Noreg.
Sviþjóð. Húsakynnum Svía að fornu fari er ágætlega
lýst í bókinni »Svenska almogehem« (sænsk alþýðuheimili),
sem Gustav Carlsson hefir gefið út, en margir sérfróðir
menn aðrir hafa fjallað um. Lýsing mín er að mestu tekin
eftir bók þessari og þaðan eru fyrstu myndirnar lánaðar. Sví-
ar hlóðu húsveggina úr trjám, eins og sjá má á myndun-
um, en þéttuðu samskeytin með mosa o. þvíl. Voru vegg-
ir þessir hlýir og gisnuðu ekki, því að trén sigu hvert á
annað, svo- að samskeytin urðu þéttari eftir því sem leng-
ur leið.
Upprunalega voru íbúðarhús í Svíjnjóð ein ferhyrnd
stofa með hlöðnum tréveggjum, útidyrum á gafli, torfþaki,
arineldi (langeldi) á miðju gólfi (1. mynd) og breiðum fasta-
bekkjum meðfram veggjum. Á bekkjunum sváfu heimilis-
menn á nóttum, bæði karlar og konur.
Á arninum brann eldur alla daga og var hann notaður
bæði til þess að elda allan mat og til þess að hita húsið.
Eldsneytið var viður og enginn skortur á honum. Reyk-
urinn fór auðvitað um alla stofuna eins og gerist í eldhús-
um vorum, svo að oft var reyksælt þar inni og viðir allir sót-
ugir, einkum ofantil, en á miðjum mæni var allstórt gat:
ljórinn. Ljórinn var eini glugginn á húsum þessum, því að
ekki voru aðrir gluggar á veggjum en eitt eða tvö smágöt
með renniloki úr tré, Þau notuðu menn til þess að líta
út og gá til veðurs. Lítilfjörleg var birtan frá ljóranum,
en þó ekki svo ill sem ætla mætti, því ljóraopið vissi mót
heiðum himni og ofanljós er ætíð notagott. Ver voru menn