Skírnir - 01.01.1926, Side 27
Skírnir|
Húsakynni á Ncrðurlöndum.
17
bætt til og viljað berast út um húsið. Þessi óhreinindi
hafa þó verið minna heilsuspillandi en mörg önnur, því að
reykurinn hefir að nokkru leyti sótthreinsað húsið og loft-
rás var þar ærin gegnum ljórann. Annar höfuðgalli var sá,
að opna þurfti útidyr, þegar viði var bætt á eldinn, svo að
nægur súgur yrði í húsinu til þess að reykinn legði greið-
lega út um ljórann. Það myndi ekki þykja vistlegt nú, að
láta útidyrnar standa við og við galopnar í vetrarfrosti og
hríðum, jafnvel þótt mikið bál brynni á miðju gólfi. Þeir
sem sátu umhverfis langeldinn voru auðvitað brennheitir
þeim megin, sem að bálinu vissi, en ískaldir hinum megin.
Allt þetta líf hefir verið hentast hraustum mönnum og
heilsugóðum. Að lokum er það auðsætt, að bæði gat snjó-
að og rignt inn um ljórann og beint ofan í arineldinn eða
matarkatlana, ef þeir voru yfir eldi.
Það er ekki allskostar að marka, þó að oss sýnist að líf-
ið muni hafa verið dauflegt í þessum tröllahíbýlum. Menn
þektu ekki annað betra og undu hag sínum vel, meðan
nóg var til að bíta og brenna. Eflaust hefir ungu konun-
um þótt dýrðlegt að flytja með manni sínum inn i þessar
óbrotnu ljórastofur og' þær hafa lagt sig í líma til þess að
gera þær hreinlegar og vistlegar. Á kvöldin sátu menn
við eldinn, sögðu sögur og spjölluðu saman eða drukku,
því að ekki var þá áfengisbann. Hefir þá oft verið glatt á
hjalla.
Ekki hafa þó allir verið ánægðir með húsakynnin, þvi að
•snemma var reynt að bæta þau. Mönnum varð þá fyrst
fyrir að bæta úr lekanum og kuldanum úr ljóragatinu og
mesta súgnum úr útidyrunum (2. mynd). Upp af ljóra-
gatinu var gerður lágur strompur og ljórahleri, sem leggja
mátti yfir hann þegar reyklaust var. Ljórahleranum
mátti hagræða með langri stöng og jafnvel nota hann
fyrir rangskjól. Sá galli fylgdi þó hleranum, að hann
byrgði fyrir birtuna, en úr því var reynt að bæta
með því að nota hálfgagnsætt skæni, sem þanið var yfir
grind. Var þá hlerinn orðinn að vænum skjáglugga. Þó
hefir þetta ekki komið nema að hálfu gagni, því að oft varð
2