Skírnir - 01.01.1926, Page 30
20
Húsakynni á Norðurlöndum.
[Skirnir
an þessi siður hélst lifðu húsbændur og hjú við líkan kost
og sjaldan var misklíð á milli þeirra.
Húsakynni Svía hafa að sjálfsögðu breyzt mikið á síð-
ari tímum frá því sem hér er sagt. Víðast hafa helztu
breytingarnar verið þessar:
1. Eldamenska hefir verið flutt úr stofunni og í sér-
stakt eldhús. Þó helzt víða sá siður, að elda í íbúðar-
stofunni, og er henni þá hagað svo og öllum búnaði henn-
ar, að sem minst óþægindi stafi af eldamenskunni. Spar-
ar þetta hita og er að ýmsu leyti þægilegt, þó að ekki sé
það heppilegt að öllu leyti.
2. Víðast er nú hætt að sofa í stofunni, og þá varð
ekki hjá því komist að gera sérstök svefnherbergi fyr-
ir húsbændur, karla og konur.
3. Þegar hætt var að elda og sofa í íbúðarstofunni
og hún var orðin að vinnustofu eða dagstofu, þurfti
ekki að hafa hana jafnstóra og fyr, eða láta hana taka yf-
ir þvert húsið. Jafnframt var sett loft yfir hana og önnur
herbergi í húsinu. Oft er borðað í vinnustofu, stundum í
eldhúsi, og er það þá gert ríflegra en ella.
4). Úr því að loft var lagt yfir stofur, var eðlilegt, að
eitt eða fleiri svefnherbergi væru gerð á lofti, en þá
þurfti að gera sæmilegan stiga upp á loftið og jafnvel
hækka risið, til þess að rúm fengist fyrir herbergin. Þetta
var að nokkru sjálfgert, því að hálmþök komu víða í stað
torfþaka og þau þurfa að vera brött til þess að leka ekki.
Hefir háa risið haldist víðast, þótt önnur þök hafi komið í
stað hálmsins.
5. Geymsla var ætíð af skornum skamti í gömlu
húsunum og skortur á plássi til ýmissa smáþarfa. Þegar
fram í sótti tóku menn að gera kjallara undir húsunum
og fékst þar ærið geymslupláss og jafnvel sérstakt her-
bergi til þvotta. Við þetta bættist venjulega geymsla á
lofti. Þar mátti og hengja þvott til þerris ef rigningar
gengu. Oft er og séð fyrir góðum fataskáp í forstofu
eða sérstöku horni til þess að að hengja útiföt í. Þá tók
og salernagerð svo miklum framförum, einkum eftir að