Skírnir - 01.01.1926, Side 31
Skírnir |
Húsakynni á Norðurlöndum.
21
vatnsveitur og skólpveitur ruddu sjer til rúms, að gert var
innisalerni í húsinu í stað gamla útisalernisins og var
þetta til mikilla þæginda á vetrum, er illviðri gengu.
Með öllum þessum viðbótum hafa húsin auðvitað stækk-
að til mikilla muna og jafnframt orðið dýrari. íbúðarhúsin
eru sjaldan undir 10 m. á lengd og 7 m. á breidd (16X12
ál.) en oft 15 m. á lengd eða þar yfir. Eigi að síður eru
þau oftast með einföldu sniði: fremur lágum kjallara, ein
hæð, ekki ýkja há og rismikið þak, svo að þakið verður hærra
en veggirnir. Kvistir eru fremur fátíðir. Stundum er þó
»port« á húsunum og sumstaðar eru þau tvílyft, þó frem-
ur sé það fátítt. Torfþök eru nú víðast horfin og þakið
með rauðum múrsteinshellum eða bláleitum steinhellum.
Bárujárn sést nálega hvergi og þykir bæði ljótt og end-
ingarlítið. Veggir eru nú víðast líkir því, sem hér gerast
á timburhúsum og málaðir rauðir, en gluggar og glugga-
umbúnaður hvítur. Sveitahúsin, sem hér er einkum átt við,
eru flest í þessu sama sniði, þó að nokkuð séu þau breyti-
leg eftir héruðum. Borgahúsin eru sundurleitari og mis-
jafnlega smekkleg. Múrsteinshús og steinhús eru tíð í sum-
um héruðum, og veggirnir eru þá allajafna sléttaðir og
málaðir hvítir með kalklit, en timburhúsin þykja ódýrari
og hlýrri, enda hafa Svíar ærið af góðu timbri.
Vér lifum nú á gelgjuskeiði í öllu, sem að húsabygg-
ingum lýtur, en Svíar lifðu líkan tíma um aldamótin 1800,
John Ákelund lýsir honum á þessa leið:
»Um 1800 tóku samgöngur að batna stórum og menn
gátu nú ferðast langar leiðir á stuttum tíma. Fjöldi manna
fór til útlanda, og þar bygðu inenn auðvitað öðruvisi en í
Svijojóð og viðast úr steini. Þegar þessir ferðalangar komu
heim, vildu þeir láta alla byggja úr steini og í sama sniði
og þeir höfðu séð erlendis, en hinu höfðu þeir ekki auga
fyrir, hve ljótt og klumpslegt lítið steinhús allajafna er,
borið saman við gömlu sænsku timburhúsin. Flestir Svíar
vildu þó eigi að síður byggja úr timbri, en þá fóru ferða-
langarnir til Sviss og athuguðu svissnesku timburhúsin.
Þar gengu þökin langt út yfir húsveggina og undir þessu