Skírnir - 01.01.1926, Page 34
24
Húsakynni á Norðurlöndum.
[Skírnir
5) Geymsla og skápar, svo sem nauðsyn krefur, salerni
o. fl. smávegis.
Heppilegast þykir, að hver fjölskylda hafi sitt hús og
útidyr fyrir sig, að öðrum kosti sérstakan inngang frá sam-
eiginlegum stiga, svo að íbúðin sé fyllilega fyrir sig.
Það gengur auðvitað erfitt að fullnægja þessum kröf-
um, ekki sizt síðan alt hækkaði í verði. 15% borgarbúa
í Svíþjóð búa í einu herbergi með eldhúsi, en 25% í 2
herbergjum með eldhúsi.
Noregur. Ejlert Sundt hefir ritað fróðlega bók um
byggingarhætti í norskum sveitum (Orn Bygningsskikken paa
Landet i Norge), og er hér farið aðallega eftir frásögn
hans. Myndirnar eru lánaðar úr bók hans.
Byggingar Norðmanna í fornöld voru yfirleitt mjög
líkar því, sem fyr er sagt um Svíþjóð, enda var bygginga-
efnið hið sama í báðum löndum og allar ástæður líkar.
íbúðarhúsið var sérstakt hús hlaðið úr höggnum stokk-
um og upprunalega var það ein stofa óskift (um 10 álnir
á breidd og lengd), en síðar bættist við forstofa og klefi,
svo sem sjá má á 1—5 mynd. Arinn var á miðju gólfi
og ljóragat yfir honum, allajafna með ljóraskjá, sem leggja
mátti yfir það og hagræða með langri ljórastöng. Þess
má þó geta, að torfveggir (úr óhöggnu grjóti og torfi) tíðk-
uðust einnig í Noregi fram yfir landnámstíð1) og þaðan
hafa þeir eflaust fiuzt til Suðureyja og íslands.
Ejlert Sundt lýsir elztu stofunum þannig:
Meðfram hliðum stofunnar voru miklir fastabekkir,,
sem nefndir voru langbekkir. Þeir voru oft gerðir þannig^
að bekkurinn var eins og langur kassi og fyltur af mold
til hlýinda, en þiljað yfir með timbri. Á miðjum lang-
bekk, andspænis miðjum eldi, var sæti húsbóndans og nefnt
öndvegi, en til beggja hliða við það stóðu stólpar, sem
náðu upp í ræfur. Það voru hinar svo nefndu öndveg-
issúlur. Hinum megin, andspænis öndveginu, var hið óæðra
1) Próf. A. W. Brögger i Tidens Tegn 2/s 1925. Ef til vill liafa
torfveggir tiðkast um öll Norðurlönd. Eg hefi t. d. séð kirkjugarðs-
vegg i Danmörku úr torfi og grjóti.