Skírnir - 01.01.1926, Page 35
Skírnir]
Húsakynni á Norðurlöndum.
25
öndvegi, og var það einnig virðulegt sæti fyrir miðjum
eldi. Matborðin voru lausir flekar, sem hengu á veggjum,
þegar þau voru ekki notuð, og settir undir þau borðstólar,
sem taka mátti burtu að lokinni máltíð. Stólar voru litið
notaðir eða ekki. Sennilega hafa menn upprunalega sofið
á bekkjunum, svo að stofan var bæði setstofa og svefn-
herbergi. Þá var og flestur matur eldaður yfir langeldin-
um, svo að stofan var einnig eldhús, og svo var hún kölluð
að fornu fari. Reykinn frá langeldinum lagði auðvitað um
alla stofuna ofan til, og allir viðir voru þar sótugir, en þó voru
veggir stundum þvegnir neðan til og þeim haldið hreinum
eftir föngum. Þegar þess er nú gætt, að upprunalega var
ekki aðeins unnið, sofið og eldað inni í þessari einu stofu,
heldur hefir flest verið geymt þar, sem hafa þurfti við
höndina: ýms matvæli og eldhúsgögn, föt o. fl., þá liggur
það i augum uppi, að húsakynni þessi voru óvenjulega ein-
föld og ófullkomin. En menn þektu ekki annað og undu
þessu líklega engu miður en nú gerist.
Ein af fyrstu endurbótunum á þessum einföldu húsa-
kynnum var sú að byggja sjerstakt útibúr (»búð«) til
ýmiskonar geymslu. Þar voru allskonar matarbirgðir geymd-
ar, en fatnaður var hengdur upp í ræfrinu. Yfirleitt var siður-
inn sá, að byggja sérstakt hús til allra þarfa, og urðu því smám
saman mörg smáhýsi á hverjum ríkmannlegum bæ. Síðar tóku
menn það ráð, að slá fleiri húsum saman, svo að innan-
gengt væri í öll bæjarhúsin.
Opna forskygnið fram af útidyruin breyttist á sama
hátt og í Sviþjóð: Fyrst var því lokað og settar á það
dyr. Síðan var því skift í tvent, forstofu og klefa.
Klefinn var oftast notaður fyrir svefnherbergi og fastarúm
sett i hann. Rúm þetta var svo hátt, að 2—3 tröppur
lágu upp í það.
Þessi fornu eldhús héldust ótrúlega lengi í Noregi og
voru víða notuð fram á miðja 18. öld. Kunnu gamlir menn
að segja frá öllu lífi þar og híbýlaháttum, þegar Ejlert Sundt
ferðaðist um Noreg og rannsakaði húsakynni þar.