Skírnir - 01.01.1926, Side 37
Skírnir]
Húsakynni á Norðurlöodum.
27
Glæðunum var síðan skarað fram úr ofnbyrginu, fram á
hlóðahellurnar framan þess, og maturinn eldaður yfir þeim.
Sá kostur fylgdi þessu fram yfir langeldinn, að grjótið í
byrginu hitnaði ákaft og hélt það lengi á sér hitanum.
Var því nægilegt að leggja tvisvar i að deginum, til þess
að stofan héldist hlý, og reyklaus var hún mestan hluta
dagsins. Þótt ofnar þessir væru að ýmsu leyti gallagripir,
þá ruddu þeir sér fljótt til rúms, meðal annars vegna þess,
að þeir eyddu minna eldsneyti. Þeir voru venjulega settir
í eitt stofuhornið (8. og 9. mynd), og varð þá stofan
rúmbetri en hún var áður með langeldi á miðju gólfi.
Þetta leiddi aftur til þess, að húsakynnin breyttust svo
sem sýnt er á 9. mynd. Langbekkirnir, sem hentuðu vel
við langeldinn, hurfu, en í stað þeirra
kom stór bekkur við gafl stofunnar
(5) og annar minni (1) út frá honum
meðfram hiiðinni. Á gólfinu framan
gaflbekksins stóð langt borð (4) og
hinum mégin þess lausabekkur (6) bak-
laus, og var hann nefndur forsæti.
Litli fastabekkurinn við enda borðsins
var nefndur hásæti (1) og var þar
sæti húsbóndans. í horninu milli
bekkjanna var lítill hornskápur
(roer-skap) og þar geymdi húsbónd-
inn peninga sína, skjöl og vínföng, ef
hann átti þau í fórum sínum (3). Hinum
megin hásætisins stóð miklu stærri
skápur: fremri skápurinn (2). í
honum geymdi húsmóðirin sína bestu muni, en auk þess
mat, borðbúnað og matarílát. Skápar þessir voru helztu
prýði stofunnar og ýmislega prýddir og útskornir. Yfir
hásætinu, milli skápanna, var oft bókahilla. Þá var venju-
lega rúm húsbændanna i hinu horninu við stofugaflinn,
andspænis hásætinu (7). Önnur búsgögn voru ekki í stof-
unni, og hún var eftir sem áður bæði eldlhús og setstofa.
Hélzt þetta skipulag á húsmunum fram á síðastliðna öld.
9. mynd. Herbergjaskipun á
norskum sveitabæ, fornum.
1. hásætiö. 2. skápur hús-
móðurinnar. 3. skápur hús-
bóndans. 4. borö. 5. fasta-
bekkur. 6. lausabekkur (for-
sæti). 7. rúm. 8. reykofn.