Skírnir - 01.01.1926, Page 42
32
Húsakynni á Norðurlöndum.
[Skirnir
Var þá gólfið alt á lofti, mýs komust ekki upp stólpana
og húsið varð þurt og rakalaust eins og hjallar. Nú þurfti
útitröppur til þess að komast upp í húsið, en ætíð voru
þær settar með nokkru millibili milli tröppupalls og dyra,
til þess að mýs og rottur gætu siður komist í húsið. Þá
fylgdu því og nokkur vandkvæði að geyma föt fólksins í
sama herbergi og matinn og leiddi þetta til þess, að menn
tóku að gera stafabúrið tvílyft. Var það þá orðið hressi-
legt hús og bæjarprýði, enda lögðu menn snemma mikla
rækt við smíði þess, gerðu loftsvalir á efri hæðina og létu
hana jafnvel standa út yfir neðri hæðina og báru þá lofts-
bjálkar veggina. 11. mynd gefur hugmynd um hús þessi,
sem enn eru á flestum sveitabæjum í Noregi.
Á mannmörgum heimilum hrökk ekki plássið til handa
öllum heimilismönnum í gömlu stofunni, og gripu menn þá
til þeirra úrræða, að gera sérstaka svefnstofu fyrir hús-
karla. Við þessi hús bættust sumstaðar fleiri, t. d. smiðja
o. þvíl., og urðu bæjarhúsin þannig mörg, er fram liðu stund-
ir, en þó öll sundurlaus og með sérstökum útidyrum. Má
vera að þetta hafi að nokkru leyti stafað af eldshættunni,
því að öll húsin voru úr timbri. Var húsum þessum venju-
lega skipað umhverfis stóran ferhyrndan húsagarð, sem
kallaður var tún. Fékk þetta orð því aðra merkingu í
Noregi en hjá oss. Fjærri fer þó því, að húsagarðurinn
væri ætíð fyllilega skipulegur. Húsin voru oft nokkuð
óreglulega sett.
Á síðustu öld hafa húsakynni í Noregi breyzt stórum
og aukist. Víðast eru nú húsakynnin á sveitabæjum furð-
anlega mikil, jafnvel svo, að stofur standa stundum tómar.
Menn hafa auðsjáanlega viljað gera bæinn sem reisuleg-
astan og ríkmannlegastan og timbrið tóku margir í sinni
landareign. Aftur er fátt einkennilegt við nýju húsin, og
herbergjaskipun þeirra er með ýmsu móti. Það er eins og
fátt af nýju tilbreytingunum hafi náð nokkurri festu eða
tekið á sig svo einkennilegt gerfi eins og fyr var um
gömlu húsin. Það er ekki laust við, að Norðmenn hafi
verið á gélgjuskeiði í þessurn efnum alllangan tíma, reynt