Skírnir - 01.01.1926, Blaðsíða 43
Skirnir]
Húsakynni á Norðurlöndum.
33
margt og apað margt eftir öðrum þjóðum, en tekist mis-
jafnlega. Þó eru þar enn miklar leifar af fornum háttum
og ríkur áhugi á því að bæta og fegra húsakynnin. Þau
hfjóta eðlilega að breytast, því að:
Guð og menn og alt er orðið breytt
og ólikt þvi, sem var í fyrri daga.
En það er ekki hlaupið að því, að gera nýjan og þjóð-
legan byggingastíl. Tvent ber að forðast, það að halda um
of í gamla, úrelta siði og hinsvegar að apa eftir hverskon-
ar útlendri tízku, hve illa sem hún kann að eiga við heima
fyrir.
Ef vér nú lítum yfir það sem hér er sagt, má ýmis-
legt af því læra. Það, sem flestum dettur ósjálfrátt fyrst í
hug, er það, að víðar hafa húsakynni verið lítilfjörleg en á
íslandi og ekki ýkjalangt síðan þetta breyttist. Það þykir
nú aumlegt ástand hjá oss, að alt heimilisfólk skuli hafa
baðstofuna eina til þess að sitja, vinna og sofa í, en það
eru þó ekki nema nokkrir mannsaldrar síðan þetta var al-
siða í Noregi og Svíþjóð, og þar á ofan elduðu menn í
stofunni og geymdu þar mat og matarílát. Og öll bað-
stofan þeirra var sótug að innan! í samanburði við þetta
var íslenzka baðstofan hálfu betri. Menn sluppu þar við
reykinn, sótið og eldamenskuna, þurftu ekki heldur að lifa
helming dagsins fyrir opnum dyrum.
En hversvegna breyttum vér til og fórum snemma að
elda í sérstöku eldhúsi? Vér höfðum þó langelda í fornöld,
eins og sjá má af Eyrbyggju. Sennilega hafa þeir lagst
niður, þegar skógar eyddust, því að viður var eina eldsneytið,
sem hentaði á langeldinn. Auk þess þarf hann ærinn
eldivið og sauðatað hefði ekki hrokkið til þess að kynda
hann. Þá er það og lítt hugsandi, að láta stórt ljóraop
standa opið í verstu hríðum norðanlands. Eldhúsið hlaut
að verða sérstakt, úr því farið var að brenna reykjarmiklu
sauðataði og það þurfti jafnvel að halda sparlega á því í
eldhúshlóðunum, ef endast skyldi.
3