Skírnir - 01.01.1926, Qupperneq 45
Skírnir]
Húsakynni á Norðurlöndum.
35
í mínum augum eru því allar líkur til þess, að vér
ráðum fram úr þessum atriðum á líkan hátt og frændur
vorir erlendis. Baðstofan yrði þá virðulegasta herbergið í
húsinu og þungamiðja heimilisins.
Vér höfum snemma tekið þann sið upp, að byggja
helztu bæjarhúsin saman í einni þyrping og hafa innan-
gengt í flest þeirra. Illviðrin að vetrinum hafa sjálfsagt
greitt fyrir þessu. Svo var þetta um baðstofu, búr og eld-
hús, skála, gestastofu og svefnherbergi gesta, þar sem það
var. í smiðju og skemmu er víðast utangengt. Hvað
þetta snertir hefir stefnan verið hin sama hjá oss og ná-
grönnunum, og er ekki líklegt að hún breytist. Aftur mætti
spyrja, hvort ekki væri ástæða til að halda lengra í þessa
átt, tengja fjós, hlöðu og hesthús fyrir heimahesta við bæ-
inn og hafa innangengt í þau, eins og víða er gert hér á
landi. Þægindin, sem fylgja þessu i illviðrum á vetrum,
eru auðsæ, en hinsvegar skemtilegra og þrifalegra að hafa
íbúðarhúsið greint frá peningshúsunum, svo sem tíðkast í
Svíþjóð og Noregi. Um þetta má deila, en það hygg eg,
að svo megi koma þessu fyrir, að lítill sem enginn óþrifn-
aður stafi af, og jafnvel hafa fjós og hesthús í kjallara
íbúðarhússins, ef gólfið er úr steinsteypu og vel frá öllu
gengið. Notaðist þá mikill hiti frá stórgripunum. Með
hyggilegu skipulagi á allri byggingunni er þetta gerlegt nú,
fyrst ver getum steypt loftið yfir gripahúsinu, þó að gömlu
fjósbaðstofurnar væru leiðar og loftvondar.
Ef vér nú spyrjum, hvort nokkuð sje að læra af inn-
anhúss-híbýlaháttunum fornu í setstofunum erlendis,
þá er ekki laust við, að mér sýnist að svo sé. Norska
skipulagið með fastabekkjum, hásætinu og skápunum, er
bæði einfalt og fagurt. Bæði bekkir og skápar gætu orð-
ið stofuprýði, ef vel væri á haldið. Fastabekkir hafa ætíð
haldist á Englandi, þó breyzt hafi þeir að nokkru og eru
nú aftur að ryðja sér til rúms víðsvegar um lönd, ekki
sízt hjá efnafólki. Þó er það svo með alt þetta, að út-
lendar fyrirmyndir henta ekki að öllu, þó að hugmyndir geti
þær gefið og nokkra leiðbeiningu. Það fer sjaldnast vel
3*