Skírnir - 01.01.1926, Page 48
Síra Jón prófastur Jónsson
að Stafafelli.
Þá kom sá, er þetta ritar, fyrst að máli við síra Jón
prófast, er hann var á ferð austur þar með útlendum manni
og gisti að Stafafelli. Voru þar afbragðs-viðtökur í hví-
vetna, og fannst gestunum mjög til um fróðleik húsráðanda.
Þar bar fundum okkar síra Jóns saman öðru sinni, mörgum
árum síðar, er síra Jón var staddur hér syðra; var það
heima fyrir hjá einum þjóðkunnum fræðimanni. Barst þá
í tal rit eitt, sem út hafði komið eftir þann mann og varð-
aði sögu íslendinga á öndverðri 19. öld. Þóktist síra Jón
þar finna skekkju um eitt atriði og bar fyrir sig tíðavísur
nokkurar, er hann hafði yfir. Reyndist athugun síra Jóns rétt.
Ekki minnist eg þess, að fundum okkar síra Jóns bæri
oftar saman, svo að við ættumst tal við; er því ekki af
minni hálfu að ræða um nokkur svo náin kynni af honum,
að nægi til mannlýsingar. En það þóktist eg finna, þó að
stutt væri viðkynning, að síra Jón væri maður óvenjulega
fjölfróður; leyndi það sér ekki heldur á ritgerðum hans,
þeim er eg hafði þá lesið. Fyrir því hefi eg ekki viljað
skorast undan að geta ritstarfa hans að nokkuru, með því
og að ekki hafa aðrir til orðið. Ber og svo vel til, að um
æviatriði hans og aðra starfsemi en ritstörf er til prentuð
bók, samin að mestu af sjálfum honum (Minningarrit, gefið
út á kostnað Austur-Skaftfellinga, Reykjavik, 1922). Allræki-
leg ævisaga birtist enn fremur í Óðni 1913. Vísast því um
allt slíkt í þessi rit.
Síra Jón sker sig að því leyti úr flokki íslenzkra rit-
höfunda, að viðfangsefni hans eru langoftast valin úr öðrum