Skírnir - 01.01.1926, Síða 50
40
Síra Jón prófastur Jónsson.
[Skírnir
um, valdi sér verkefni utan við þessi sér-íslenzku fræði;
þó bar hann niður í þeirri grein, er varðar íslendinga og
sögu þeirra eigi alllitlu. Hann kaus sér að höfuðviðfangs-
efni fornsögu Norðurlanda. Síra Jón hefir sjálfur lýst því,
hversu hann dróst að þessu efni (Minningarrit, bls. 23). Svo
bar til, að sænskur fræðimaður, Rolf Arpi, var á ferð eystra
sumarið 1882 og heimsókti síra Jón; bárust þá þessi efni
á góma með þeim, og fekk síra Jón sér skömmu síðar rit
Gustavs Storms, »Kritiske Bidrag til Vikingetidens Historie.«
Kunnast rita sira Jóns í þessari grein og reyndar höf-
uðrit hans er »Víkingasaga um herferðir víkinga frá Norð-
urlöndum,« sem gefin var út af bókmenntafélaginu árið
1915 og sæmd hafði verið verðlaunum úr sjóði Jóns Sig-
urðssonar árið 1913. Þetta er mikið rit, 364 bls., auk for-
mála og nafnaregisturs, hið eina rit um þessi efni á íslenzku.
Þar er fyrst lýst Norðurlandaþjóðum, kynstofni þeirra og
byggðum, elztu frásögnum um þær, menningarháttum þeirra
og þjóðfélagsskipan, viðskiptum þeirra við aðrar þjóðir og
samgöngum. Þá tekur við aðalhluti ritsins, saga sjálfrar vík-
ingaaldar, með lýsingu á upptökum víkingaferða. Greinir
höfundur tímabilið í fjóra þáttu og kennir eftir því við
strandhögg, landnáin, austurfarir og Knytlinga. Er allt
þetta rakið mjög glögglega og nákvæmlega; er hér um að
ræða nauðsynlega undirstöðu að upphafi sjálfrar sögu hinn-
ar íslenzku þjóðar. En að sjálfsögðu getur hér ekki verið
um sjálfstæðar rannsóknir að ræða. Höfundurinn hefir í
riti þessu aðallega stuðzt við þær rannsóknir og þau sögu-
rit, sem frarn höfðu komið um þessi efni frá ýmsum ágæt-
um fræðimönnum útlendum, Jóh. Steenstrup, Gustav Storm,
Sophus Bugge o. fl., og er það enginn vansi, þó að hann
hafi þar engu við bætt né komið fram með nýungar, er
slíkum höfundum hafi verið duldar. Ritið heldur fyrir því
og mun halda fuliu gildi almenns fræðslurits um þessi efni.
Aftur er að finna í hinum smærri ritgerðum síra Jóns
um þessi efni, fornsögu Norðurlanda, ýmsar sjálfstæðar at-
huganir. Þær rannsóknir og ritgerðir eru öllum almenn-
ingi miklu ókunnari, þó að þær séu sjálfstæðari og því í