Skírnir - 01.01.1926, Page 52
42
Sira Jón prófastur Jónsson.
[Skírnir
Sumt af þessu efni birtist og í Tímariti bókmenntafélags-
ins, »Rannsóknir í fornsögu Norðurlanda« (Tímarit X og XI),.
»Um Eirík blóðöx« (Tímarit XVI).
Eins og menn sjá af þessari skrá, eru verkefnin all-
fjarlæg þeim, sem íslenzkir fræðimenn eru vanir að láta til
sín taka. Höfuðeinkenni allra þessara rita má telja það, að
höfundurinn stendur fast á grundvelli íslenzkra sagna, þar
er þær eru fyrir hendi, og ef á milli ber í útlendum heim-
ildum fornum. Þetta er þó engan veginn i blindni gert,
heldur af fullri dómgreind og athygli. En þar er þrýtur
slíkar heimildir og höfundur vill þó vefengja útlendar frum-
heimildir, þykir sumum útlendum fræðimönnum, þeim er
nota hafa þurft athuganir hans, sem hann gefi hugmynda-
afli sínu nokkuð lausan taum (sjá t. d. Fr. R. Schröder:
Hálfdanar saga Eysteinssonar, í Altn. Saga-Bibl., Heft 15,
bls. 44—47 og 50—51, sbr. enn fremur Sophus Bugge:
Bidrag til den ældste Skaldedigtnings Historie, Chria 1894,.
bls. 79). Sumum tUgátum síra Jóns og skýringum hafa þó
útlendir fræðimenn hneigzt að (sbr. t. d. Fr. R. Schröder:
Hálfdanar saga Eysteinssonar, bls. 10, Paul Hermann: Die
Heldensagen des Saxo Grammaticus, II. Teil, Lpz. 1922,.
bls. 89 og 613, sbr. bls. 631 og 638) eða komizt að svip-
aðri niðurstöðu (sjá t. d. Sophus Bugge: Bidrag til den
ældste Skaldedigtnings Historie, bls. 78).
Að íslendingasögum lúta fáeinar ritgerðir eftir síra Jón:
»Um Fljótsdælu hina meiri« (Tímarit bmf. V).
»Nokkrar athuganir við íslendingasögur« (Tímarit
bmf. XVIII og XIX).
Af öðrum ritgerðum eftir síra Jón má nefna alþýðlega
ritgerð um Göngu-Hrólf (í Skírni 1911) og allrækilega
ævisögu tengdaföður hans, síra Sigurðar Gunnarssonar (í
13. árg. Andvara).
Ýmislegt fleira liggur eftir síra Jón á prenti, þótt hér
sé ekki talið. Kvæði orkti hann og nokkur, og eru sum
þeirra birt í Minningarriti hans (Rv. 1922); meir mun þó
síra Jón hafa orkt sér til afþreyingar eða af góðsemi við
kunningja sína og að beiðni þeirra, við tækifæri, heldur