Skírnir - 01.01.1926, Síða 55
Stjörnu-Oddi.
Hinar fornu rímbækur, Rímbegla o. fl., geta tveggja
íslenzkra rímfræðinga, sem skarað hafa fram úr. Annar
var Bjarni prestur Bergþórsson, er nefndur hefir verið hinn
tölvísi; hann deyr 1173. Hinn er Stjörnu-Oddi. Menn vita
eigi með vissu, hvenær hann hefir verið uppi. Páll lög-
maður Vídalín hélt, að Oddi hefði verið heiðinn, en Finnur
biskup Jónsson og stærðfræðingurinn Stefán Björnsson, sem
bjó til prentunar Rímbeglu, er gefin var út í Kaupmanna-
höfn 1780, álitu hann hafa verið uppi á 10. öld eða í
byrjun 11. aldar. B. M. Ólsen hefir síðan ritað um Odda
í Afmælisriti Kálunds árið 1914 og getur þess til, að Oddi
hafi verið fæddur um 1080 og lifað fram um miðja 12. öld.
Þessi tilgáta er langsennilegust, eins og betur verður sýnt
fram á síðar.
Það sem rímbækurnar eigna Stjörnu-Odda sjerstaklega,
er hin svonefnda Oddatala eða Oddatal, sem víða er prent-
að, t. d. í Rímbeglu frá 1780, bls. 90, í Alfræði íslenzkri II
Kbh. 1914—16, bls. 48, og í Afmælisriti Kálunds 1914, bls. 5.
Oddatal er í 3 köflum. Fyrsti kaflinn er um sólhvörf-
in, hvenær þau séu. B. M. Ólsen hefir ásamt prófessor
Eiríki Briem rannsakað Oddatölu, og komast þeir í áður-
nefndri ritgerð í Afmælisriti Kálunds að þeirri niðurstöðu
um fyrsta kaflann, að það sé mjög sennilegt, að Oddi hafi
ákveðið vetrarsólhvörfin upp á dag, en ekki upp á klukku-
stund eins og gert er í Oddatölu; hið siðara væri bygt á
ályktun og útreikningi, og sömuleiðis væru sumarsólhvörf
bygð á útreikningi.
Þá hefir prófessor N. Beckman ritað um Stjörnu-
Odda og Oddatölu í innganginum fyrir rímtalaútgáfunni,