Skírnir - 01.01.1926, Síða 57
SkírnirJ
Stjömu-Oddi.
47
um, það er á voru máli kl. 3 fyrir hádegi, en kl. 9 fyrir
hádegi var sól i landsuðri. En svo sem kunnugt er, er
þetta ekki alveg rétt; það er töluverður munur á tíma-
horni og áttahorni sólar, en jafnvel 18. aldar menn, svo
sem Páll lögmaður Vídalín, Jón biskup Árnason og Finn-
ur biskup tóku ekkert tillit til þessa munar, er þeir rituðu
um eyktamörk og dagstundatai. Það er því eigi að búast
við, að Stjörnu-Oddi gerði heldur mun á því.
Eftir Oddatölu hefir því Odda talist svo til, að sumar-
sólhvörf yrðu:
í hlaupári 15. júní kl. 9 f. hádegi (sóltími)
1. ár eftir hlaupár 15. júní kl. 3 e. hádegi
2. ár eftir hlaupár 15. júní kl. 9 e. hádegi
3. ár eftir hlaupár 16. júní kl. 3 f. hádegi.
Þessi færsla á sólhvörfunum ár frá ári er í algerðu
samræmi við þá skoðun, sem gamli stíll bygðist á, að árið
væri 365 dagar og 6 stundir. Sólhvörfin verða þess vegna
að flytjast tii um 6 stundir frá ári til árs. Að fjórum ár-
um liðnum munar þetta heilum degi, og þá er bætt degi
(hlaupársdeginum) inn í árið til þess að vinna upp tilfærsl-
una. B. M. Ólsen hefir og skilið orð Odda um sólhvörfin
á þenna veg. Það mun og rétt hjá B. M. Ólsen, að Stjörnu-
Oddi hafi með útreikningi, bygðum á gamla stíl, fundið, að
sólhvörfin skyldu flytjast til um 6 stundir á einu ári. En
hitt get eg ekki fallist á að það sé alsendis óhugs-
undi, að Oddi hafi getað ákveðið, hvenær á deginum
sólhvörfin yrðu. Oddatala bendir einmitt á hið gagnstæða;
Oddi hefir þózt geta fundið sólhvörfin svo nákvæmlega
uieð athugunum sínum, að ekki skeikaði átt á stefnu til
sólar eða 3 stundum. Auðvitað hefir hann ekki gert að-
eins eina athugun á þeirri stundu, er sólhvörfin voru, held-
ur hefir hann gert margar athuganir kringum sólhvörfin og
af þeim áiyktað og reiknað, hvenær sólhvörfin hafi verið.
Og hann hefir ekki aðeins ákveðið önnur sólhvörfin, held-
ur bæði sumarsólhvörf og vetrarsólhvörf.
B. M. Ólsen segír hinsvegar, að Oddi muni aðeins hafa
uthugað vetrarsólhvörfin. Skoðun þessa mun hann aðal-