Skírnir - 01.01.1926, Side 59
Skírnir]
Stjörnu-Oddi.
49
þá 2 stundum fyr (þ. e. 2/s úr átt), en sumarsólhvörf ná-
lega 2 stundum síðar en stendur í Oddatölu.
Eftir þessu verður ekkert hægt að segja um það,
hvort Oddi hafi athugað vetrarsólhvörfin eða sumarsólhvörf-
in. Sennilegast er, að hann hafi athugað hvorttveggja, ef
hann hefir gert athuganir sínar um 1110. En ef hann hef-
ir gert athuganirnar um eða eftir 1120, þá hefir hann senni-
lega lagt meiri áherzlu á að athuga sumarsólhvörfin. B.
M. Ólsen áleit, að auðveldara væri að ákveða vetrarsól-
hvörfin, en ég held, að á Norðurlandi sé alveg eins auð-
velt að ákveða sumarsólhvörfin, ekki síst á þeim stöðum,
þar sem sól sér alla nóttina um sumarsólstöður.
Af fyrsta kafla Oddatölu má þá sjá, að Stjörnu-Odda
hefir tekist að ákveða sólhvörfin alveg rétt að kalla má,
og að hann hefir að öllum líkindum gert athuganir sínar
á árunum 1100—1120 (sennilegast um 1110), en mjög er
ólíklegt, að hann hafi gert þær eftir 1130.
Annar kafli Oddatölu er um það, hve »sólargangur vex
að sýn«, það er að segja, hve sólin hækkar á lofti á viku
hverri frá vetrarsólhvörfum til sumarsólstaðna. Hækkunin
er mæld í hálfum hvelum, þ. e. hálfum þvermálum sólar-
innar.
Eins og E. Briem segir, má hækkunin heita rétt til-
greind nema í kringum jafndægrin. Athuganir þessar mætti
gera hvar sem er á norðurhveli jarðar. Þær þyrftu því eigi
að vera eftir Stjörnu-Odda, en N. Bekcman hefir eigi fund-
ið neinar slíkar athuganir í erlendum ritum frá miðöldun-
um. Menn reiknuðu þá með því, að þvermælir sólar væri
V216 úr himinhring, en eftir Oddatölu ör hækkun sólarinn-
ar frá vetrarsólhvörfum til sumarsólstaðna 91 þvermælir
sólar og eftir því hefði breytingin á sólarhæð numið 91/2ic
úr hring eða rúmum 102 stigum, en það nær engri átt,
því að hún var á dögum Odda aðeins rúm 47 stig. Hin
sýnilega hækkun var reyndar ekki nema 46J/2 stig, því að
ljósbrotið í lofthvolfi jarðar gerir það að verkum, að hækk-
unin sýnist minni, en hún er i raun og veru. Ég býst við,
að Oddi hafi gert athuganir sínar við sólaruppkomu og
4