Skírnir - 01.01.1926, Síða 60
50
Stjörnu-Oddi.
[Skirnir
sólarlag og miðað þá efri og neðri rönd sólar við fjalla-
hringinn. Ljósbrotið í lofthvolfinu hefir þá ekki haft. nein
áhrif á mælingar Odda. Þvermæli sólar má telja 32 boga-
mínútur og sólarhækkunin eftir Oddatölu verður þessvegna
48Ú2 stig (rúmlega), eða hér um bil IV2 stigi of há. At-
huganir Odda á hækkun sólar hafa því verið mjög nákvæm-
ar, langtum nákvæmari, en búast mætti við á þeim tíma..
Oddi hefir reiknað hækkunina jafnt vaxandi fyrri helming
tímans, en jafnt minkandi síðari helming tímans. Honum
hefir fundist eðlilegast, að hækkunin fylgdi svo einföldum
reglum, en ekki er ósennilegt, að hann hafi þar gengið feti
lengra en athuganirnar gáfu tilefni til, og að þessi kafli
Oddatölu hafi orðið lakari en þær athuganir, sem hann er
bygður á.
E. Briem talar urn, að í þessum kafla komi fram villa,
»þar sem vorjafndægur eru talin 16. marz (fjórum nóttum
eftir Gregoríusmessu, sem er 12. marz) og haustjafndæg-
ur á krossmessu um haustið, 14. september; ef miðað er
við vetrarsólstöður 15. desember, þá eru vorjafndægrin
hér sett minst einum degi síðar og haustjafndægrin meira
en einum degi fyr, en vera ætti«. Á dögum Stjörnu-Odda
(snemma á 12. öld) voru vorjafndægrin 14. marz, en haust-
jafndægrin 16. til 17. september, svo að athugasemd E.
Briems er að því leyti réttmæt, en ég held að það sé
misskilningur á orðurn Odda, að hann minnist á jafndægr-
in. Oddi nefnir »miðmunda sólhvarfanna, og verður vikna
mót þeirra fjórum nóttum eftir Gregoríusmessu« og »Er of
haustið crucismessa á miðmundastað sólhvarfanna«. Mið-
mundi þýðir miðpunktur í línu eða tíma, og miðmundi sól-
hvarfanna er þá ekkert annað en sá tími (eða dagur), sem
er jafnlángt frá báðum sólhvörfunum. 16. marz og 14. sept.
var þess vegna á dögum Odda miðmundi sólhvarfanna,
þótt eigi væri þá jafndægri. Á móti þessari skýringu
mætti reyndar í fyrsta lagi hafa það, er í Hauksbók stend-
ur: »Enn sólargangur er hálfþorrinn at exaltatio sanctæ
crucis«, þ. e. krossmessu; en þessi mótbára er einskisnýt,
því að þetta eru aðeins ályktunarorð síðari tima ritara af