Skírnir - 01.01.1926, Page 61
Skimirj
Stjörnu-Oddi.
51
því, sem Oddatala greinir, en þau eru ekki runnin frá
Odda sjálfum, og sést það meðal annars á því, að þau eru
ekki í beztu og eiztu handritum Oddatölu. Önnur mót-
bára er veigameiri. Eftir Oddatölu hækkar sólin á lofti
jafnmikið frá sólhvörfum til miðmunda sólhvarfanna og það-
an til næstu sólhvarfa; miðmundi sólhvarfanna verður þá
í rauninni hið sama og jafndægri, því að á jafndægri er
hálfnuð hækkun sólargangsins. En þá er spurningin: Hvers
vegna nefnir Oddi eigi jafndægri ? Þektist orðið jafndægri
eigi á dögum Stjörnu-Odda? Það er hugsanlegt, en orðið
er samt fornt, því það kemur fyrir í Blöndu, sem rituð er
á 12. öld ofarlega. Mjer þykir samt annað líklegra. Oddi
mun hafa komist að því með athugunum sínum, að jafn-
dægrin voru eigi á miðmunda sólhvarfanna; hins vegar
þóttist hann af athugunum sínum hafa fundið einfalda
reglu um hækkun sólargangsins, og er hennar getið hér
áður. Jafndægri eftir þessari reglu bar eigi alveg heim við
athuganir hans; hann verður í vafa, hvort rjettara sé, og til
þess að .sleppa við mótsagnir talar hann aðeins um mið-
munda sólhvarfanna, sem alla daga er rétt. Aðgætandi er,
að miðmundi sólhvarfanna í öðrum kafla Oddatölu er eigi
jafnnákvæmlega ákvarðaður og sólhvörfin í fyrsta kafla,
því að í öðrum kafla er enginn munur gerður á árum eft-
ir þvi, hvernig á hlaupári stendur, en auðvitað færast jafn-
dægrin til á svipaðan hátt og sólhvörfin. Hefði Oddi ætl-
að sér að ákveða jafndægrin, þá hefði hann vafalaust ákveð-
ið þau jafnnákvæmlega og sólhvörfin og látið þau færast
ár frá ári.
Þriðji kaflinn í Oddatölu er um það, hvar dagur komi
upp og setjist tiltekna daga á árinu. Hér er ekki heldur
tekið tillit til færslu vegna hlaupársdagsins, enda er erfitt
að koma henni fyrir, því að þeir dagar eru einungis til-
greindir, þá er stendur á heilli eða hálfri átt, hvar dagur
komi upp. Menn vita eigi annarstaðar frá, hve langt undir
sjóndeildarhring sólin var, er forfeður vorir töldu dögun og
dagsetur, en E. Briem hefir af þessum kafla Oddatölu
fundið, að Oddi muni hafa talið dögun og dagsetur, er sól
4*