Skírnir - 01.01.1926, Page 62
52
Stjörnu-Oddi.
[Skírnir
var 14 stigum undir sjóndeildarhring. Hann hefir auk þess
talið, að athuganirnar hafi verið gerðar um 1150 á 66.
breiddarstigi, og finnur þá, að á áttinni til dögunar og
dagseturs munar í mesta lagi 3,7 stigi eða V12 úr átt.
Ég hefi prófað þenna kafla Oddatölu á nokkuð annan
hátt; ég hefi gert ráð fyrir, að athuganirnar hafi verið gerð-
ar um 1110 á 653/4 stigi norðurbreiddar, en svo norðar-
lega er Múli í Reykjadal, þar sem Oddi átti heima. Ég
hefi nú reiknað út, hve mörgum stigum sól var undir sjón-
deildarhring, þegar Oddi taldi dag á lofti. Niðurstaðan
varð þessi:
29. des. og 30. nóv. 10, febr. og 18. okt. 7. mars og 23. sept.
15,0 stig. 13,3 stig. 12,7 stig.
25. mars og 5. sept. 4. apr. og 26. ágúst. 9. apr. og 21. ágúst
13,0 stig. 14,3 stig. 14,2 stig.
Neðri línan sýnir, hve mörguni stigum sól er undir sjóndeildar-
liring við dagsbrún og dagsetur.
Sól hefir því að jafnaði verið 13,8 stigum undir láréttum
sjóndeildarhring, er Oddi taldi dagsbrún aðeins sjást. En
frá því gat þó skeikað 1,3 stig. Eftir atvikum er þessi
skakki mjög lítill.
Það er mjög erfitt, eða öllu heldur næstum því ógern-
ingur að ákveða nákvæmlega, hvar dagsbrún sést fyrst,
eins og Oddi gerði. Stefnan til dagsbrúnarinnar verður
varla ákveðin nákvæmlega, því að hún sést á svo löngu
svæði í einu og þar við bætist, að takmörkin milli dags-
brúnarinnar og næturhiminsins eru óglögg og undir álitum
komin. Jafnvel sami maðurinn getur flaskað á því að
ákveða dagsbrúnina eins dag frá degi. Og þegar lengra
líður á milli athugana, kemur venjulega fram meiri skekkja;
sérstaklega má búast við töluverðum mun á ákvörðun dags-
brúnar í skannndeginu og að sumrinu, er nætur eru að
verða bjartar og augun mest vön dagsbirtunni. Auk þessa
hefir Oddi séð dagsbrúnina við fjallahring, en ekki við
láréttan sjóndeildarhring; óvíst er, hvort hann hefir reynt
að Ieiðrétta athuganirnar nokkuð þess vegna. Að minsta
kosti má búast við, að það hafi eigi tekist nema að nokkru