Skírnir - 01.01.1926, Side 63
Skírnir]
Stjörnu-Oddi.
53
leyti. Þrátt fyrir þessa örðugleika hafa athuganirnar á dög-
un og dagsetri tekist mjög vel hjá Odda.
Það er enginn vafi á því, að þær athuganir, sem þriðji
kafli Oddatölu byggist á, eru rétt eignaðar Stjörnu-Odda.
Allir þeir, sem um Oddatölu hafa ritað, eru sammála um
þetta. En N. Beckman getur þess, að Konungs-skuggsjá
tali um svipaðar athuganir; en þær eru yngri en Oddatala
og geta þess vegna eigi verið fyrirmynd hennar. En þar
sem N. Beckman bætir því við, að athuganirnar í Kon-
ungs-skuggsjá taki að tvennu leyti Oddatölu fram, því að
þar sé tilgreindur staður og gerður munur á degi, er dags-
brún sést, og degi, er sól er á lofti, þá finst inér það of-
sagt. Síðan N. Beckman ritaði þetta hefir Konungs-skuggsjá
verið prentuð að nýju eftir fyrirsögn prófessors Finns Jóns-
sonar. í innganginum bls. 101—106 ritar H. Geelmúyden,
sem var prófessor í stjörnufræði við Oslóarháskólann, um
þær greinar Konungs-skuggsjár, sem snerta stjörnufræðileg
mál. Ef Beckman hefði þekt þessa ritgerð, mundi dómur
hans vafalaust hafa orðið nokkuð á annan veg. Sumar
athuganir virðist höfundur Konungs-skuggsjár hafa gert heima
hjá sjer, en honum hefir láðst, alveg eins og Stjörnu-Ódda,
að geta þess, hvar hann ætti heima, og niðurstaðan hefir
orðið sú, að nú eru menn í minni vafa um athugunarstað
Stjörnu-Odda en höfundar Konungs-skuggsjár. Hvorugur
þeirra hefir gert ráð fyrir því, að athuganirnar geymdust,
en athugunarstaðurinn gleymdist. Eg býst við, að mjög
lítil eða engin ástæða hafi verið til að taka það fram á
dögum Stjörnu-Odda, að dag teldi hann frá dögun til dag-
setningar, en ekki meðan sól væri á lofti, því að þó að
lagasetningin »sól skal ráða um sumar en dagur um vetur«
hafi verið kunn á þeim tímum og ætti að merkja, að hinn
lagalegi athafnadagur að sumarlagi væri meðan sól væri
á lofti, þá liggur þó jafnframt í orðalagi setningarinnar, að
dagur sé í rauninni meðan dagur er á lofti, en af því að
langan tíma að sumrinu verður eigi dagsett, þá hafi orðið
að setja athafnadeginum önnur takmörk. í nútíðarmáli
mundu orð Odda eigi heldur misskiljast, menn gera þann