Skírnir - 01.01.1926, Síða 65
Skirnir]
Stjörnu-Oddi.
55
»Þórður hét maður, er bjó í Múla í Reykjardal. Þar
var á vist með honum sá maður, er Oddi hét, og var
Helgason. Hann var kallaður Stjörnu-Oddi. Hann var
rímkænn maður, svo að enginn maður var hans maki hon-
um samtíða á öllu íslandi, og að mörgu var hann annars
vitur. Ekki var hann skáld né kvæðinn. Þess er og eink-
um getið um hans ráð, að það höfðu menn fyrir satt, að
hann lygi aldrei, ef hann vissi satt að segja, og að öllu
var hann ráðvandur kallaður, og trygðarmaður hinn mesti.
Félítill var hann og ekki mikill verkmaður.«
Hér er sagt, að Oddi hafi verið félítill, og er það
óneitanlega fremur andstætt tilgátu Ólsens, að Styrkár
lögsögumaður hafi verið sonur Stjörnu-Odda.
Sá, sem ritaði lýsinguna á Stjörnu-Odda, hefir senni-
lega eigi sjeð hann, heldur farið eftir sögusögn annara.
Orðalagið: »Þess er og einnig getið um hans ráð« bend-
ir helzt á, að svo hafi verið, og mun Oddi hafa verið dá-
inn fyrir mörgum árum, er lýsingin var í letur færð. En
þrátt fyrir það mun hún að flestu leyti vera rétt. Stjörnu-
Oddi hefir eigi verið neinn veraldarmaður, sem sóttist eft-
ir auðæfum og metorðum. »Félítill var hann« og hefir ef
til vill aldrei komist svo langt að verða sjálfstæður bóndi.
Hann var á vist með öðrum, sennilega sem hjú. Hann hef-
ir verið húsbóndahollur, því að hann var ráðvandur og
»trygðarmaður hinn mesti«, en samt var hann »ekki mikill
verkmaður«. Hann hefir átt erfitt með að hafa áhuga á
verkinu, því að hugur hans og hugsun beindist að öðrum
viðfangsefnum.
Jeg geri ráð fyrir, að Oddi hafi með trúmensku sinni
áunnið sér hylli húsbænda sinna, og að þeir hafi þess vegna
látið hann hafa töluvert sjálfræði við verkin og að hann
hafi því getað unnið eitthvað að athugunum sínum í hjá-
verkum, þótt hann hafi skamma stund eða aldrei verið sjálfs
sín ráðandi að öllu. En eigi hefir hann haft góðar ástæð-
ur til athugana. Og svo hefir hann sennilega verið verk-
færalaus algerlega. Líklega hafa menn á þeim dögum eigi
þekt nein stjörnufræðileg mæliáhöld hér á landi, enda