Skírnir - 01.01.1926, Side 67
Skirnir]
Stjörnu-Oddi.
57
Það þarf, hygg ég, engum blöðum um það að fletta,
að Stjörnu-Oddi hafi verið óvenjulega mikill hæfileika-
maður á sínum sviðum, en samt sem áður er mér það
eigi lítil ráðgáta, hvernig hann hafi komist inn á þá braut,
að gera ítarlegar og nákvæmar athuganir á göngu sólar.
Eftir þeim ritum, sem til eru, frá 12. og jafnvel 13. öld,
höfðu menn á þeirn tímum litla eða enga löngun til að
gera náttúrufræðilegar og stjörnufræðilegar athuganir. Ef
menn ekki létu sér nægja þá þekkingu á náttúrunni, sem
þeir ósjálfráft fengu í daglegu lífi, þá trúðu menn í blindni
á alt það, sem erlendar bækur sögðu um þá hluti, þótt
sumt af því væri rangt; en engum virðist hafa dottið í
hug að prófa það, sem bækurnar sögðu, með athugun,
nema Odda einum. Oddi hefir eflaust verið einstakur í
sinni röð, en hann hefir samt hlotið að vera barn sinnar
tíðar og varla farið að taka sig svo langt út úr leið, að eins-
dæmi væri. Einhver atvik, eitthvert, ef til vill lítilfjörlegt,
tilefni hefir að mínu áliti orðið til þess, að hann fór að
gera þessar athuganir.
Um þetta leyti var Hólastóll settur, og Jón helgi Ög-
mundsson, hinn fyrsti Hólabiskup, kom af stað merkilegri
trúarvakningu í Norðlendingafjórðungi. Það komst rót á
hið andlega líf Norðlendinga; ef til vill hefir það á ein-
hvern hátt lyft undir Stjörnu-Odda, en varla svo að ein-
hlítt væri. Kirkjan á þeim dögum hvatti menn eigi til
sjálfstæðra athugana, hún lagði miklu meiri áherzlu á það,
að menn tryðu kirkjuritunum, og hlaut því að vera and-
víg rannsóknum, sem hrófluðu við kenningum þeirra, og hún
taldi yfirleitt þær athuganir óþarfar, sem snertu þau svið,
sem kirkjuritin fjölluðu um. Það er varla kirkjan eða rím-
fræði kirkjunnar, sem ýtir undir Odda að gera athuganir
sínar, enda var hann leíkmaður.
En kirkjurímið gilti aðeins í málefnum kirkjunnar hér
á landi, í veraldlegum efnum var farið eftir missiristalinu.
Upphaflega voru 2 missiri 52 vikur eða 364 dagar. Síðar
lét Þorsteinn Surtur bæta viku (sumaraukanum) við 7., eða,
eftir skilningi sumra, 6. hvert sumar, en samt voru 2