Skírnir - 01.01.1926, Side 68
58 Stjörnu-Oddi. [Skírnir
missiri að meðaltali skemri en eitt ár að meðaltali í
gamla stíl.
Það hlýtur að hafa valdið óþægindum að hafa i landinu
tvö tímatöl, sem eigi reiknuðu með jafnlöngu ári, og þess
vegna hlutu að gangast á mis. Öðru hvoru varð að breyta,
til þess að samræmi fengist. Kirkjuríminu máttu menn
hér eigi breyta, nema með leyfi páfans, og engar horfur
á, að það fengist, enda líkurnar mestar að árslengd þess
væri nær sanni. Breytingin varð að koma niður á rniss-
iristalinu. En það var eigi vandalaust að koma þeirri
breytingu svo haganlega fyrir, að grundvöllur misseristals-
ins haggaðist eigi við það. Það er helzt svo að sjá, að
100 ár eða öll 11. öldin hafi liðið, án þess að missiristal-
ið kæmist í fastar skorður. Það er fyrst á 12. öldinni, að
ákveðið skipulag er komið á missiristalið og í samræmi við
kirkjurímið eða gamla stíl.
Það voru í rauninni lögsögumennirnir, sem sömdu al-
manökin á þeim tímum, því að þeir áttu á Alþingi að
segja hið helzta úr tímatali næstu missira, og þar á með-
al, hvort við sumar skyldi leggja. Þeir munu því mest
hafa fundið til óþægindanna af glundroðanum í tíma-
talinu. Mér þykir því eigi ósennilegt, að einhver þeirra
hafi leitað til Stjörnu-Odda með vafaatriði í missiristalinu,
úr því hann var talinn rímkænastur allra manna á íslandi
á sínum dögum, og á hinn bóginn hefði Oddi varla feng-
ið á sig þetta orð fyrir rímkænsku, ef hann hefir ekk-
ert fengist við rímtöl opinberlega. Nú er það líklegast,
að helzt hafi norðlenzkir lögsögumenn leitað til Stjörnu-
Odda, og einkum þó, ef þeir hafa verið nágrannar hans
og honum málkunnugir.
Ég mun nú nefna þá lögsögumenn, sem mér virðast
helzt geta komið til álita.
Gunnar spaki Þorgrímsson var lögsögumaður 1063—
1065 og aftur 1075. Jón Sigurðsson hélt helzt, að þeir
langfeðgar hefðu verið úr Skagafirði, frá Víðimýri. Mér
virðist jafnsennilegt, að Gunnar spaki hafi verið Þingey-
ingur, því að afkomendur hans áttu óðul í Reykjadal í