Skírnir - 01.01.1926, Blaðsíða 69
SkírnirJ
Stjöriui-Oddi.
59
Þingeyjarþingi. Hann mun vera fæddur um 1015 og gæti
verið sonarsonur eða dóttursonur Þorgeirs Ljósvetninga-
goða, sem var lögsögumaður, er kristnin var lögtekin, en
deyr 1001. Landnáma segir, að tveir af sonum Þorgeirs
hafi heitið Þorgrímur. Þorkell Tjörfason, sem varlögsögu-
maður 1034—1053, mun og hafa verið sonarsonur Þor-
geirs. Lögsögumenn voru þeir einir kjörnir, sem voru lög-
spekingar, því að þeir þurftu að kunna lögin svo að segja
utan að, en efalaust hafa þeir verið fræðimenn í öðrum
greinum einnig. Eigi er ósennilegt, að fróðleikslöngunin og
námfýsin hafi gengið í ættir, og yngri menn lært Iögspeki
og margháttaðan fróðleik af feðrum sínum og eldri frænd-
um. Úlfhéðinn sonur Gunnars spaka er lögsögumaður frá
1108 og þangað til hann deyr 1116. Hrafn sonur Úlfhéð-
ins lögsögumanns, var lögsögumaður 1135—1138; hann
andast 1139. Gunnar Úlfhéðinsson, sem var lögsögumaður
1146—1155, mun og hafa verið sonur Úlfhéðins lögsögu-
manns. Sonur Hrafns lögsögumanns var Hallur, sem varð
ábóti á' Munkaþverá og deyr 1190. Hann bjó áður á
Grenjaðarstað og eftir hann bjó þar Eyjólfur ofláti sonur
hans. Af því vil ég álykta, að forfeður Halls ábóta hafi
einnig búið á Grenjaðarstað eða þar í grend. Tveir aðrir
synir Halls, Ásbjörn valfrekur og ísleifur, bjuggu og þar
nálægt.
Ef þessi tilgáta er rétt, hafa lögsögumennirnir, Gunnar
spaki, sonur hans og tveir sonarsynir, búið í grend
eða jafnvel á næsta bæ við Múla, þar sem Oddi dvaldi.
Oddi hefir þá verið kunnugur þeim lögsögumönnum, sem
þar áttu heima og voru uppi á sama tíma og hann, enda
eigi ósennilegt, að þeir hafi verið skyldir. Það fer nú að
verða skiljanlegra, að samvinna hafi getað orðið á milli lög-
sögumannsíns og Stjörnu-Odda um það, að koma föstu og
betra skipulagi á missiristalið.
E. Briem virðist gera ráð fyrir því, að Stjörnu-Oddi
hafi gert athuganir sínar um eða litlu fyrir 1150, og lægi
þá næst að ætla, að Gunnar Úlfhéðinsson og hann hafi
unnið að endurbótum á missiratalinu. Mér virðist Odda-