Skírnir - 01.01.1926, Page 70
60
Stjörnu-Oddi.
[Skírnir
tala benda á, að athuganir Odda hafi verið gerðar fyr,
sennilegast á árunum 1100—1120 og þau tímatakmörk
koma merkilega vel heim við þann tíma, er Úlfhéðinn var
lögsögumaður (1108—1116).
Úlfhéðinn lögsögumaður hefir verið nokkru eldri en
Stjörnu-Oddi; aldursmunurinn ef til vill um 25 ár. Úlf-
héðinn gæti verið fæddur um 1050, en Stjörnu-Oddi um
1075. Úlfhéðinn og þeir langfeðgar hafa verið fræðimenn.
Þeir voru kosnir lögsögumenn mann fram af manni, en þess
var áður getið, að eigi voru aðrir kjörnir lögsögumenn en
þeir, sem voru lögspekingar og fróðir um margt. Viður-
nefnið »spaki«, sem Gunnar hafði, sýnir, að hann hefir ver-
ið talinn vitur maður og margfróður. Ari fróði nefnir Úlf-
héðinn heimildarmann sinn tvisvar og sýnir það ljóslega,
að Ari hefir haft mikið álit á Úlfhéðni sem fræðimanni. Um
Hrafn og Gunnar, sonu Úlfhéðins, veit ég eigi annað, en
að þeir voru lögsögumenn. Hallur, sonarsonur Úlfhéðins,
varð ábóti og mun því óhætt að gera ráð fyrir því, að
hann hafi verið lærður maður, og Eyjólfur son hans hefir
sjálfsagt einnig verið lærður maður og haft orð á sér fyr-
ir lærdóm, því að Guðmundur góði Arason spurði hann,
hvort hann vildi eigi verða biskup í sinn stað.
Geta mætti þess til, að Oddi hafi á yngri árum lært
margt af Úlfhéðni í missiristali og, ef til vill, í öðrum fræð-
um, en sjálfsagt hefir hann lært sumt af klerkunum, einkan-
lega um rím kirkjunnar og stjörnufræði. En hafi hann,
eins og eg hygg, ásamt Úlfhéðni farið að reyna að koma
betra skipulagi á missiristalið og fá samræmi milli þess og
og kirkjurímsins, þá er eigi ósennilegt, að vaknað hafi hjá
honum ýmsar spurningar, sem eigi var unt að svara nema
með athugun á göngu sólar. Kirkjurimið, gamli stíll, reikn-
aði í ári 365 daga og 6 stundir, en missiristalið (með sum-
arauka Surts) taldi í tveim missirum sennilega aðeins 365
daga, ef til vill 365 daga og 4 stundir. Oddi gat verið í
vafa um, hvort réttara væri, og eigi ósennilegt, að í sam-
bandi við það hafi honum dottið í hug að athuga, hvort
sólhvörfin væri á þeim tíma, er kirkjurímið taldi. En at-