Skírnir - 01.01.1926, Qupperneq 71
Skírnir] Stjörnu-Oddi. 61
hugun á sólhvörfunum mun aftur hafa leitt til þess, að
hann reyndi að ákveða hækkun sólargangsins.
Áður hefir verið getið um lagagreinina: »Sól skal
ráða um sumar, en dagur um vetur.« Setning þessi merk-
ir, að athafnadagurinn að sumrinu sé meðan sól er á lofti,
en að vetrinum meðan dagur er á lofti. Það mætti nú
kallast galli á þessari grein, ef það gæti komið fyrir um
vetur, að dagur settist ekki, því að þá rynnu saman
fleiri dagar án aðgreiningar nætur. Það gæti verið eitt-
hvað í sambandi við þetta, að Oddi tók sig til að athuga,
hvar og hvenær dögun væri og dagsetur. Reyndar er
óvíst, hvort lagagrein þessi hafi verið kunn í þessum bún-
ingi á dögum Odda; ég hefi eigi fundið hana í Grágás, en
hún kemur fyrir í Jónsbók og fleiri fornum heimildum. Mér
þykir samt næsta sennilegt, að hugsun hennar, ef ekki orðalag,
sé frá þjóðveldistímanum og svo forn, að Oddi hafi þekt hana.
Samkvæmt þvi missiristali, sem var gildandi síðari hluta
12. aldar, var sumardagurinn fyrsti 9. apríl, ef hann bar á
fimtudagi en annars fyrsta fimtudag eftir 9. apríl. Það er
nú einkennilegt, að samkvæmt Oddatölu sezt ekki dagur 9.
apríl á Norðurlandi fyrsta sinn að vorinu. Gæti því vel verið,
að Odda hafi þótt það vel við eiga, að sumarbyrjun og nótt-
leysan bæri upp á sama dag, og því hafi hann ákveðið í miss-
iristalinu, að sumar skyldi byrja fimtudaginn 9. til 15. apríl.
Þegar sumar kom eigi fyr en 15. apríl var reyndar nærri því
vika nóttlaus í lok vetrarins. Til þess að koma í veg fyrir það
hefði sumar aldrei mátt koma síðar en 9. april, en Oddi
hefir sjálfsagt eigi mátt flytja sumarkomuna svo langt fram;
af því hefði getað leitt færslu á Alþingistímanum og far-
dögum vegna veðráttunnar. Enda mun það hafa verið
orðin gömul venja, að sumarið byrjaði um þ. 14. apríl. í
Noregi var þessi mánaðardagur (Tiburtiusmessa) ávalt
sumardagurinn fyrsti og vel skiljanlegt, að menn hér á
landi hafi eigi viljað hafa sumarmálin langt frá þeim norsku.
Eg hefi nú að nokkru rakið það, sem Oddi hefir afrekað
að minni hyggju. Því má skifta í tvent. í fyrsta lagi má
telja áreiðanlegt, að Oddi hafi gert þær athuganir, sem