Skírnir - 01.01.1926, Page 72
62
Stjörnu-Oddi.
jSkírnir
Oddatala skýrir frá, og koma þar í Ijós hans miklu hæfi-
leikar að gera nákvæmar athuganir. í öðru lagi þykir mér
sennilegt, að Oddi hafi átt mestan þátt í þeim umbótum
á missiristalinu, er komu á það skipulagi í samræmi
við kirkjurímið. Starfstími Stjörnu-Odda mun hafa verið á
árunum 1100 til 1120, og sennilegt, að Úlfhéðinn lögsögu-
maður hafi átt upptökin að því, að Oddi fór að fást við
missiristalið.
Því er ekki að leyna, að það sem sagt er hér um
afskifti Odda af missiristalinu er bygt á getgátum, en þær
styðjast þó við líkur, sem eftir atvikum eru töluvert veiga-
miklar, og þær hafa það meðal annars sér til stuðnings,
að þá verður skiljanlegra, að Oddi fór að fást við athug-
anir á göngu sólar. Þó að Oddi hefði vegna sérgáfna
sinna önnur áhugamál en þeir, sem hann umgekst, hefir
þó hugur hans fyrst og fremst beinst að þeim málum, sem
samtíð hans þurfti eða óskaði að fá leyst úr og hann var
manna færastur til að fást við. Það er þess vegna eftir-
tektarvert, að í Oddatölu er aðeins um athuganir á göngu
sólar og dagsljósi að ræða, en hins vegar eru þar engar
athuganir á göngu tungls. En missiristalið, eins og það
var á dögum Odda, var alveg óháð göngu tunglsins, hins
vegar bygði kirkjurímið páskareikninginn á tunglkomum,
og frá því sjónarmiði var ekki minni ástæða til að athuga
göngu tunglsins, því að þar var skekkjan ekki síður áberandL
Það er rétt að geta þess, að forn rímtöl telja þá
Stjörnu-Odda og Bjarna prest hinn tölvísa helztu og beztu
heimildarmenn um íslenzka rímfræði, það liggur því nærri
að álykta, að annarhvor þeirra, eða þeir báðir, hafi komið
föstu skipulagi á missiristalið. Bjarni prestur hefir að öll-
um Iíkindum verið um 30 árum yngri en Stjörnu-Oddi, og
þess vegna eru litlar likur til þess, að þeir hafi unnið sam-
an að nokkru ráði. Mér virðist prófessor N. Beckman
hallast að þeirri skoðun, að Bjarni tölvísi hafi átt mestan
þátt í lagfæringu missiristalsins. Auðvitað getur svo hafa
verið, því að alt er þetta bygt á líkum; en mér þykir það
samt ósennilegra. Bjarni tölvisi var prestur og hefir þvi