Skírnir - 01.01.1926, Blaðsíða 77
Skirnir]
Lestur og lesbækur.
67
kvæmt gáfnaíari þeirra, og um það er mér ekki grunlaust.
Ég mun nú nokkuð að því víkja, og þá aðallega frá sjón-
armiði framhaldsnáms, bæði í barnaskólum og framhalds-
skólum.
Rétt mundi vera að gera sér grein fyrir, áður en lengra
er farið, hvernig skilja beri orðið lœs. Vel má vera, að
sumir leggi ekki meira upp úr því en að viðstöðulítið sé
lesið, þótt ekki verði af neinu séð eða heyrt, að það sé
skilið, sem lesið er, og svo mun lestrarleiknin vera að
jafnaði. En þá er þó sannarlega eftir alllangur og stór-
merkilegur áfangi, áður en því marki er náð, sem vera ætti
og þyrfti, en það er lestur, sem ber vott um fullan skiln-
ing á viðfangsefninu.
Nú er ekki ólíklegt, að sumir kynnu að leggja þessi
orð mín út á þá leið, að ekki sé gott að mínum dómi, fyr
en börnin séu orðin listamenn í lestri. Ekki geri ég þær
kröfur, en þó nokkuð í þá átt. Það er engan veginn ógern-
ingur að kenna börnum að gera tilhlýðilegt hlé í setning-
um og utan þeirra, leggja á réttar áherzlur eftir efni og
breyta raddblæ, þegar með þarf, það er að segja, ef við-
fangsefnið er við þeirra hæfi og svo undirbúið, að ekkert
komi þeim að óvörum. Börnum er sýnt um að líkja eftir þvi,
sem þau heyra, og þau eru næm fyrir raddblæ og radd-
þunga. Svo er reynsla þeirra, sem bezt hefur tekist er-
lendis. Þó að erlendir kennarar láti ekki mikið af lestrar-
leikni barna, þá duldist mér ekki, þar sem ég kyntist henni,
að hún var i betra lagi en yfirleitt hér hjá oss. Ég hlýddi
t. d. í fyrra á upplestur 12 ára gamalla barna hjá nafn-
kunnum skólastjóra í Kaupmannahöfn og þótti mér unun á
að hlýða, hversu prýðilega þau greindu áherzlur í setning-
um eftir þunga og veig þeirra orða, er mestu máli skifta.
Þessi kunnátta leynir sér ekki heldur þegar kemur í æðri
skólana. Ég heyrði t. d. upplestur í mentaskóla einum í
Berlín, sem var svo ágætur, að ekki yrði á betra kosið.
Það verður að list, sem leikið er, og smekkurinn sá, er
kemst í ker, keiminn lengi á eftir ber. Þegar lesturinn á
unga aldri er þróttlaus, áherzlulaus og blælaus, verður hann
5*