Skírnir - 01.01.1926, Síða 78
68
Lestur og lesbækur.
[Skirnir
það að jafnaði alla tíð, en komist rétt lag á i upphafi, mun
minni vandi að halda í horfinu.
Menn skulu nú ekki halda, að það sé fegurðin ein,
sem fer forgörðum, þegar illa er lesið. Skilningsþrautin er
þeim mun meiri sem ver er lesið, og því auðveldara er að
skilja sem lestrarleiknin er meiri. Ég tel víst, að tregnæmi
margra barna stafi beinlínis af lélegum lestri. Það er ekki
von, að lærdómur sækist vel, þegar undirstaðan, lestrar-
leiknin, er engin og það er hin mesta þraut að komast
fram úr því, sem á að nema. Þetta ætti að vera hverjum
manni Ijóst og ekkert deiluefni. En gaman væri, að kenn-
arar vildu gera tilraunir við treggáfuð börn á þessa leið:
Kennarinn lætur barnið lesa ákveðinn kafla upp á eigin
spýtur og hjálparlaust og athugar hversu langur tími fer
til þess og hvernig kunnátta og skilningur barnsins er eftir
lesturinn. Síðan velur kennarinn annan kafla álíka, les
hann upp sjálfur, auðvitað eins vel og hann getur, og at-
hugar á sama hátt tímalengd og svo kunnáttu barnsins.
Ég hef eitt sinn gert þessa tilraun við 11 ára gamalt skóla-
barn og árangurinn varð sá, að barnið skildi og kunni miklu
betur, er ég las, og þó fór ekki hjá mér í lesturinn nema
þriðjungur þess tíma, sem barnið hafði þurft. Ég gerði mér
auðvitað far um að lesa eins vel og mér var unt, en þar
er ekki af svo ýkjamiklu að láta.
Það er ekki aðeins móðurmálið, sem sýpur seyðið af
hinum lélega lestri, áhrifin koma fram í öllu framhaldsnámi
svo greinilega, að ekki verður um vilzt. Ekki batnar t. d.
þegar lítt læsir unglingar fara að nema erlend mál, því að
þá margfaldast gallarnir og spilla alveg ótrúlega því, að
sæmilegur árangur verði. Stundum liggur líka við, að gall-
ar þessara unglinga verki svo á þá, sem betri eru, að þeir
missi bæði áhuga og árangur. Bragðlaust, lélegt Iestrar-
lag og orðatafs gerir kenslustundir leiðinlegar, sem vel gætu
verið öðru vísi. Ég hef einhvern tíma sagt við nemend-
ur mína, að leiðinlegar kenslustundir væru ekki alt af kenn-
urum að kenna, án þess að ég vildi bera alt of mjög blak
af þeim; leiðindi stöfuðu oft frá nemöndum sjálfum, —