Skírnir - 01.01.1926, Page 79
Skírnir]
Lestur og lesbækur.
69
réttara hefði verið að segja, frá þeim, er hefðu kent þeim
að lesa. Hugsum oss t. d. útleggingarstund í erlendu máli,.
þegar bæði erlenda málið og útleggingin er þulið í barm,
hixtað og hjakkað á öðru hverju orði. Hverjum er þá um
að kenna? Sjálfsagt mætti þá stundum grafa nokkuð djúpt
til rótanna.
Það mun lítið stoða að tala um seinni áfangann, skiln-
ingsgóðan, áherzluréttan og blæfagran lestur, meðan það'
virðist vera hin mesta þraut að komast í fyrri áfangastað-
inn, læra að lesa viðstöðulítið. Þeir kennarar hér á landiv
sem ég hef orðað þetta við, telja flestir fullerfitt að kom-
ast þangað, hvað þá Iengra. Þeir, sem svartsýnastir eruv
fella enn þyngri dóm. Þannig sagði merkur skólamaður
við mig, er tiðrætt varð um lestrarkunnáttu barna í tiltekn-
um skóla, að börnin færu ekki Iæs úr honum að Iokum, ef'
þau væru ekki orðin læs, þegar þau kæmu í hann. Þó að
þetta sé sjálfsagt nokkuð orðum aukið, þá hafa kennarar
að jafnaði fúslega játað, að mjög væri ábótavant lestrar-
kunnáttú barna og að stór bagi væri að. Þegar ég svo’
hef spurt, hvernig ráða mætti bót á þessum galla, hafa
menn helzt talað um bættar aðferðir við Iestrarkenslu. Þetta
er að því leyti rétt, að einstöku kennarar ná furðulegum
árangri með sérstökum aðferðum, en gallinn er sá, að þær
fara tíðast miklu ver í höndum annara. Þeir kennarar, er
ég kyntist erlendis og mest orð fór af, játuðu það flestir,.
að þeir beittu engum viðurkendum, föstum aðferðum. Hver
virðist fara eftir sínu höfði og vinna með sínu lagi eða sam-
blandi úr ýmsum áttum, og góður árangur sýndist mér sjald-
an vera bundinn við eina sérstaka aðferð fremur en aðra..
Einhvern tíma spurði ég kennara hér á landi, hvort
ekki væri unt að ætla lestri meiri tíma í skólum en verið
hefði til þessa, og var þá svarið það, að þess væri ekki
kostur vegna annara námsgreina. Mér varð þá að orði, að
ég vildi heldur snúa þessu alveg við og segja, að ekki væri
tími til að fást við aðrar námsgreinir vegna lestrarins, sem
auðvitað ætti að sitja í fyrirrúmi fyrir öllu og miklu meira
máli skifti en nokkuð annað. Ég býst við, að sá hafi hald-