Skírnir - 01.01.1926, Page 80
70
Lestur og lesbækur.
[Skírnir
ið, að ég væri að gera að gamni mínu, en mér var þetta
alvara, þótt mér væri þá enn ekki orðið að fullu ljóst, hvernig
þetta mætti verða. Ég vissi það þá og veit það enn betur
nú, að lélegur lestur er hin argasta töf og tímaþjófur. Og
það er ekki út í bláinn sagt, að skortur á lestrarkunnáttu
hafi þráfaldlega valdið ærnu tjóni, með því að draga úr eða
gjöreyða áhuga og vekja óhug og óbeit á öllu námi.
Af því, er nú er sagt, mun það ljóst þykja, að ég tel
hér um verulegt vandamál að ræða. En mig langar til að
láta ekki staðar numið við að benda á gallana, heldur reyna
að koma með ráð til úrlausnar, hvernig sem þeim kann
að verða tekið.
II.
Ég hef litið yfir flestar þær kenslubækur sem ætlaðar
eru börnum og hafðar eru í barnaskólum vorum. Mér duld-
ist ekki, að í þeim er mikið af efni, sem ekki er meðfæri
barna. Og við það bætist þráfaldlega, að framsetning og
frásögn er miðuð við skilning og dómgreind stálpaðra ungl-
inga eða fullorðinna manna, og bætir það auðvitað ekki úr
skák. Af þessu stafar, að margt af því, sem í bókunum
stendur, fer fyrir ofan garð og neðan hjá öllum þorra barna
og hefur enga viðdvöl í huga þeirra, þó að það kunni stund-
um að festast augnablik, hrátt og ómelt. Skilningur barna
er góður og glöggur, það sem hann nær, en hann hefur
greinileg takmörk. Það er t. d. óðs manns æði að ætlast
til að barn hafi nokkra hugmynd um tölur, sem eru jafn-
vel fyrir ofan skilning flestra fullorðinna manna. Að hvaða
gagni kemur það, þótt barnið viti, að London hefur 7—8
miljónir íbúa, þegar miljón er óskiljanleg tala? Það er efn-
islaus og einskis verður lærdómur, ef ekki er hægt að gera
barninu skiljanlegt með einhverju móti, hvað talan merkir.
Það er gagnslaust, að ætla börnum að lesa um stjórnar-
skipun og stjórnmálabaráttu, hvort heldur er að fornu eða
nýju, meðan þau hafa engan skilning eða þekkingu á því,
sem nær þeim er. Það er yfirleitt varasamt að ætla börn-
uin á unga aldri mikinn skilning á óhlutkendum hugtökum,