Skírnir - 01.01.1926, Side 81
Skímir]
Lestur og lesbækur.
71
sá skilningur kviknar varla fyr en um 12 ára aldur, að því
er uppeldisfræðingar segja, og á langt í land með að þrosk-
ast til nokkurrar hlítar.
Annar er sá galli á mörgum kenslubókum, að höfund-
unum, sem venjulega eru ágætir fræðimenn, mjög marg-
fróðir, er mjög sárt um að fella burtu neitt af því, sem
með nokkru móti verður haldið í. Fyrir það verður frá-
sögnin á mörgu af því, sem í sjálfu sér gæti verið börn-
um fullvel skiljanlegt, hraflkend og flaustursleg; það er þot-
ið úr einu í annað, fátt að fullu skilið og flest ómelt. Af
efnismergðinni leiðir það einnig, að kenslubækurnar eru að
jafnaði of langar og verða í höndum samvizkusamra, þ. e.
eftirgangssamra kennara, skaðræðisgripir: alt þarf helzt að
læra og ekkert undan að fella, ef unt er.
Geta má nærri, hvernig lærdómurinn verður, þegar
börn svona upp og ofan, oft lítt læs, fara að fást við þess-
ar kenslubækur. Þó að þau brjótist gegn um þær, verður
úrangurinn sáralítill. Lestrarkunnáttan vex varla að ráði
við nániið, og það, sem við loðir í svipinn af efni, týnist
aftur áður en varir. En það, sem eftir verður í huga margra
barna, er minningin um þær þrautir og þau leiðindi, sem
námið hefur skapað.
Aðalorsökin til þess að kenslubækurnar missa svona
marks, er þó ekki alt af sú, að efnið, sem þær fjalla um,
sé of strembið fyrir börnin, ef rétt væri að farið. Það, sem
aðallega veldur gagnsleysinu og skaðseminni að minni hyggju,
er undirbúningsleysi, áður en kemur að lærdóminum. Þegar
börnum eru settir fyrir svo og svo langir kaflar undirbún-
ingslaust eða -lítið og þau eiga sjálf án verulegrar hjálpar
að leggja til líf og sál í dauðan bókstafinn og ókunnugt,
strembið efni, þá finst mér engin furða, þótt illa takist oft
og tíðum. En væri nú hægt að koma því svo fyrir, að
efnið væri að miklu leyti kunnugt áður, þótt í nokkuð öðru
sambandi væri, og sérstaklega öll grundvallarhugtök glögt
og skýrt skilin, þá vona ég, að árangurinn yrði annar og betri.
Undirbúningur þessi gæti farið fram á tvennan hátt.
Hugsanlegt væri, að kennarar skýrðu og ræddu efnið við