Skírnir - 01.01.1926, Side 83
Skirnir]
Lestur og lesbækur.
73:
ekki verið notaðar að staðaldri, því að lesbókarheftin, sem
ég nefndi fyrst, eru talin »aðallesbækur« (í 5. og 6. bekk
að minsta kosti). Ég hef litið lauslega yfir þessi hefti, og
án þess að ég vilji ábyrgjast, að tölur séu að fullu réttar,
taldist mér svo til, að í heftunum mundu vera samtals ná-
lægt 80 bls. af kvæðum, um 250 bls. af æfintýrum og sög-
um og um 150 bls. af öðru efni. í æfintýra- og söguflokkn-
um eru fáeinir kaflar úr mannkynssögu og þó, að ég held,
eingöngu úr íslands- eða Noregssögu. Annað í þeim flokki
verður varla talið til námsgreina, þó að t. d. sum æfintýrin
snúist um dýr og þá oftast sem máli gæddar verur. Hins
vegar er í þeim flokki, er ég taldi síðast (150 bls.), ýmis-
legt, sem snertir landafræði eða náttúrusögu, en þó miklu
fleira, sem getur ekki talist til neinna þeirra námsgreina,
sem kendar eru í barnaskólum, þótt fróðlegt sé, heldur
heyrir frekar undir lifnaðarhætti, atvinnuvegi og almenn
gagnfræði. En um alt þetta efni, sem ekki er kvæði eða
æfintýri, má segja, að það er sundurlaus samtíningur, sitt
úr hverri áttinni, eins og fyrir höfundum hafi vakað, að
drepa á sem allra flest, þótt lítið yrði af hverju. Af þess-
ari ástæðu koma þessar lesbækur því að sáralitlu gagni
sem undirbúningsfræðsla.
Ég skal engan veginn fullyrða, að lesbækur í þeim
barnaskólum erlendis, sem hafa svipaða tilhögun og hér er,
séu fullkomnari að þessu leyti. Þótt ég kæmi í marga
barnaskóla í utanför minni kyntist ég fáum til fullrar hlítar.
Þó hafði ég heim með mér allar þær bækur, sem notaðar
eru í einum slíkum almennum barnaskóla í Sviss (Bern).
Barnaskólarnir eru þar 9 ára skólar og í þeim eru 6 fyrstu
árin engin kenslubók, að eins lesbækur, en miklu auð-
ugri af alls konar fræðsluefni en svipaðar bækur íslenzkar.
í þrem efstu bekkjunum (7.—9. bekk) er notað stórt rit í
tveim bindum, sem samið er handa þessum skólum og fjallar
eingöngu um fræðigreinir: siðfræði, sögu, landafræði, nátt-
úrufræði (þar með eðlisfr., efnafr. og stjörnufr.); enn frem-
ur um þjóðfélagsfræði og viðskifti. Þetta rit er líka greini-