Skírnir - 01.01.1926, Side 84
74 Lestur og lesbækur. [Skírnir
lega með lesbókarsniði, þó að margt af því, sem í ritinu
stendur, kunni að vera notað sem námsefni.
Ég hef nefnt þetta dæmi til þess að sýna og sanna,
að það er ekki eins dæmi, þegar ég tala um að skapa
undirstöðufræðslu með lesbókum og láta kenslubækur þoka
fyrir þeim. Ég mun nú í stuttu máli gera grein fyrir, hvernig
koma ætti fyrir undirbúningsfræðslu og námi í barnaskól-
um vorum, svo að hvorttveggja tækist betur en nú og
sérstaklega lestrarkunnáttan yrði betri.
III.
Þegar miðað er við Barnaskóla Reykjavikur, mun láta
nærri, að öllu lögboðnu námi, og þó vel það, sé lokið í 6.
bekk. Þeir bekkir, sem þá eru eftir, eru vísir frekara fram-
haldsnáms. Réttast þykir mér að miða tillögur þær, er ég
nú mun gera, við sex ára barnaskólanám, þó að vitaskuld
hagi víða svo til, einkum í sveitum, að námstími er styttri
og að sumu leyti minna numið. En bæði er það, að sæmi-
lega námfúsum unglingum í sveit mundi gert hægara fyrir
með sjálfnám, ef farið væri eftir tillögum mínum, og svo er
hitt, að alt af má burtu fella, ef námstími er ónógur.
Hugsum oss nú, að öllum námsgreinum Barnaskólans
væri burtu kipt og vér ættum að setjast á laggirnar og
ákveða skólanum nám og námstilhögun að nýju. Ég geri
ráð fyrir, að enginn ágreiningur mundi um það verða, að
fyrst og fremst ætti að kenna börnunum lestur, því næst
skrift og loks einfaldan reikning. Þetta mundu verða
höfuðkröfurnar og þó lestur framar öllu öðru. Svo býst
ég við, að samkomulagið mundi fara út um þúfur. Ég
mundi halda því fram, að ekki mætti hefja beint nám í
neinni nýrri námsgrein fyr en þetta þrent, sem áður er
nefnt, væri að fullu trygt. Tillögur mínar yrðu á þessa
leið: í þrem neðstu bekkjunum skyldi ætla lestri
alt að 4/5 allra kenslustunda og í tveim næstu
bekkjunum (4. og 5. bekk)altað 3U. Sá tími, sem
afgangs yrði lestrinum færi til reiknings, skriftar, söngs,
leikfimi, smíða og hannyrða. í þrem neðstu bekkjunum