Skírnir - 01.01.1926, Side 85
Skirnir]
Lestur og lesbækur.
75
þyrfti ekki að ætla þessum greinum sérstundir, nema ef
til vill reikningi að nokkru leyti. Þær færu bezt í sam-
bandi við lestrarkensluna og inni á milli til tilbreytingar
og hvíldar. Skrift ætti að kenna með lestrinum, jafnsnemma
og jafnharðan. Þetta er gert mjög víða erlendis og fer
prýðilega á því. Börnin læra að skrifa stafina jafnharðan
og þau læra að þekkja þá í lestrinum. Börnum er þetta
Ijúft, því að ekkert á eins illa við þau eins og að sitja auð-
um höndum. Og skriftin styður lesturinn, því að börnin
muna betur myndirnar, sem þau draga upp sjálf, heldur en
hinar, sem þau sjá fyrir sér. Venjulega skrifa börn þá
fyrst prentletur, einkum stóra stafi, en eru komin yfir í
snarhönd áður en varir. Leikfimi ætti að hafa í miðjum
kenslustundum og ekki vera annað en einfaldar hreyfingar
til styrktar andardrætti, brjósti og vöðvum. Söng ætti
að nota til skemtunar og hvíldar, þegar hlé verður í kenslu-
stundum. Smíði og hannyrðir yrðu varla hafðar sem fasta-
greinir í neðstu bekkjunum, en ýmislegt af því tæi má og
á að koma í kenslustundum, eins og síðar skal nefnt verða.
í 4. og 5. bekk mætti ætla þessum greinum flestum ein-
hverjar sérstundir, en þó mjög af skornum skamti.
Nú þykist ég vita, að sumir muni hrista höfuðið og
spyrja, hvort það sé meining mín, að ekkert eigi að læra
í þessum bekkjum annað en þetta, eða hvernig ég hugsi
mér að komist verði yfir fjölda námsgreina á einu ári (6.
námsárinu eða lokaárinu). Því svara ég á þá leið, að ekki
er Iítið unnið við það, ef lestrarleiknin kæmist í það lag,
að allir þeir gallar hyrfu, sem ég hef áður lýst. En auk
þess mætti á þessum árum undirbúa svo annað nám með
lestrarkenslunni, að nema mætti á einu ári allar þær náms-
greinir, sem kendar eru í viðbót núna í 6 bekkjum og
þannig, að ekki yrði árangurinn minni eða verri.
Til þess að þetta gæti tekist yrði þó að gera allstór-
felda breytingu. í stað kenslubóka í ýmsum námsgrein-
um yrði að taka upp lesbækur, er fjölluðu um sama efni.
A þessum tveim tegundum bóka er verulegur munur.
Kenslubækur veita heildaryfirlit í sem skemstu máli. Þar