Skírnir - 01.01.1926, Síða 86
76
Lestur og lesbækur.
[Skirnir
má samhengi ekki skerðast og ekkert falla burt, sem nauð-
synlegt er talið að vita. Frásögnin er eins fáorð og gagn-
orð og hægt er, því að bækurnar mega ekki vera lengri
en svo, að nema megi þær á tilteknum tíma. í lesbókum,
sem fjölluðu um sama efni og ætlaðar væru börnum, mundi
áherzla lögð á alt annað. Þá skifti mestu máli, að það eitt
væri tekið í bækurnar, sem væri við hæfi barnanna, vel
fallið til frásagnar, skemtilegt og umfram alt auðvelt að
skilja og skýra. Þá yrði ekki hugsað um samhengi meira
en holt væri og mörgu slept, sem síðar mætti nema. Þá
þyrftu lýsingar ekki að vera bagalega fáorðar, alt mætti
ræða svo ítarlega sem þörf væri á, því að lengdin sakar
miklu minna í bókum, sem ætlaðar eru til lestrar, ekki fyrst
og fremst til náms. Hitt er annað mál, að af lesbókum
má mikið læra engu að síður.
Tillaga mín um lesbækur verður þá þessi: Þegar staf-
rófskveri sleppir og fyrstu lesbók eða lesbókum (með æf-
intýrum, sögum og kvæðum o. s. frv.) ættu að taka við
lesbækur um ýmsar fræðigreinir og þá sérstaklega þær,
sem nú eru kendar í barnaskólum vorum, og auk þess
nokkuð annað. Lesbækur þær, sem þá ætti að nota við
lestrarkensluna í 5 neðstu bekkjunum, yrðu þessar:
Stafrófskver,
æfintýrabók (æfintýri, sögur, kvæði, ein bók eða tvær),
skáldskaparbók (bundið mál og óbundið),
biblíusögur,
náttúrufræðisbækur tvær,
íslandssögubók,
mannkynssögubók,
Iandfræðisbók,
íslandsbækur tvær,
stærðfræðisbók
Um þrjár fyrstu lesbókategundirnar (stafrófskver, æfin-
týrabækur og skáldskaparbók) þarf ég ekki að fjölyrða.
Af því tagi eru flestar eða allar þær lesbækur, sem nú eru
notaðar, og sjálfsagt væri að notast við þær áfram, að
minsta kosti fyrst um sinn, þó að þeim bókum, er ég geri